Færsluflokkur: Íþróttir

Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi

Þá er stærsta sundmóti ársins lokið og búið að yfirfara öll úrslit.  Ég má auðvitað ekki taka afstöðu en sem fyrrverandi formaður Sundfélagsins Ægis varð ég örlítið glaður að sjá uppbygginguna hafa tekist það vel hjá félaginu að þau náðu að landa titlinum.  Enda kemur það allri sundhreyfingunni til góða.  Ég man ekki til þess á síðari árum að félög skiptust á að leiða stigakeppnina eins og gerðist á Akureyri um síðustu helgi.  Hvað þá að úrslitin snerust um innan við 60 stig. 

Á mótinu syntu 292 einstaklingar sem stungu sér 1612 sinnum í laugina á fjórum dögum.  Þetta voru 118 greinar sem keppt var í og spenna í þeim öllum.  Varlega áætlað hafa þá 200 þúsund metrar verið syntir á þessum dögum.  Skemmtilegt. 

Næstu verkefni SSÍ eru Evrópumeistaramót unglinga í Prag, Ólympíuhátið Evrópuæskunnar í Tampere og Heimsmeistaramótið í 50 metra laug sem fram fer í Róm.  Í Róm fer einnig fram þing Alþjóðasundssambandsins, en þar er hver höndin upp á móti annarri mikil valdabarátta sem á sér stað.  Við hér á Íslandi erum sem betur fer í miklu og góðu sambandi við hin Norðurlöndin og flest Evrópsku smáríkin og höldum okkur frekar til hlés að þessu sinni.  en hver veit, kannski við getum kennt stærri þjóðunum eitthvað um lýðræði og samvinnu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband