Ræstivagninn fór á hliðina eftir árekstur við limmann

Ég ítreka það enn og aftur að ég er ósammála forseta Íslands um nauðsyn þess að setja þetta breytingarákvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Hins vegar er það skylda hans að taka ákvörðun einn og óstuddur í tilfellum sem þessum og það gerði hann.  Við getum fundið ýmsar ástæður fyrir því, en aðalástæðan er auðvitað tregða þingmanna undanfarinna áratuga, þar á meðal Ólafs Ragnars, að útfæra 26 grein stjórnarskrárinnar.

Afleiðingin er að við sitjum uppi með skýra skiptingu þjóðarinnar í tvo hluta.  Annar hlutinn hefur fylgt forystu framsóknarflokksins undir merkjum inDefence og telur að það sé raunhæfur kostur í stöðunni að standa ekki við skuldbindingar Íslands gagnvart öðrum þjóðum.  Hinn hlutinn hefur fylgt ríkisstjórninni að málum í Icesave og alveg gert sér grein fyrir stöðu Íslands og þó að þau ber séu súr gerir þessi hópur sér alveg ljóst að raunveruleikinn er skömminni skárri en óskhyggjan.

En þó þjóðinni sé þannig skipt upp í tvær fylkingar þá eiga bæði ríkisstjórnin og forsetinn að sitja áfram, forsetinn á þeim forsendum að hann er þjóðkjörinn og þó við séum ósammála einstökum athöfnum hans og ríkisstjórnin vegna þess að hún hefur verk að vinna.  Spurningin er bara - hvernig tryggjum við að athafnir forsetans setji ekki ræstivagninn á hliðina á ný.


mbl.is Meirihluti styður forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Ég held að þjóðin sé á leiðinni út úr stjórnmálaflokkunum, hér eftir verði bara ein fylking.

Mér finnst að Ólafur hafi kveikt smá ljóstíru án þess að nokkur hafi gert sér grein fyrir því og hann sennilega ekki haft hugmynd um það enda hálf blindur ennþá eða með $ merki í augunum. 

Þetta er sigur fyrst og fremst fyrir almenning og lýðræðið og svo réttlætið. Heimurinn og almenningur sem í honum dvelur mun sjá það núna að Ólafur sem ekki hefur ennþá uppgötvað snilldina með þessum gjörningi er í raun snillingur. Hér gefur hann stjórnmálamönnum og fjármálaheimunum puttann án þess að vita af því. 

Nú mun verða mikil umræða í Evrópu og víðar hvort hægt sé að senda íslenskum almenningi reikninginn fyrir fall einkabanka. Og sennilega mun almenningur sjá óréttlætið í þeim gjörningi að ætla íslenskum almenningi að greiða fyrir sukk bankanna og fjárglæframanna ásamt sjálftökustjórnmálamönnum.

Hvað varðar okkur hér heima er væntanlega næsta mál að koma þessari ríkisstjórn og þeim stjórnmálamönnum sem vaða hér uppi ennþá í fangelsi. Það að ætla sér að nota ICESAVE sem einhverja skiptimynnt inn í evrópusambandið er bara glæpur. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert gert rétt ennþá og á að segja af sér strax.

Það er ennþá sami feluleikurinn og sjálftakann hjá öllu þessu fólki sem telur sig hafa valdið frá fólkinu eða verið réttkjörið inn á þing. ( Hvar sem er í heiminum )

Það er bylting í gangi ef þið hafið ekki áttað ykkur á því og aldan verður bara stærri og stærri eftir því sem hún nálgast ströndina. Þetta er ekki bara gára á Þingvallarvatni heldur mun þetta berast út um allann heim og verður sennilega kallað ICELAND-SUNAMI. 

Ólafur er ljós heimsins sannkallaður ljósálfur enda mun trú alheimsins aukast á álfum og huldufólki og íslenskri alþýðu.

GAZZI11, 6.1.2010 kl. 13:22

2 identicon

Hvernig vist össur er svona upptekinn getur þú þá ekki haldið á töskunum fyrir forsetann,með að ýta ræstivagninum svo hann velti ekki er sjálfsagt best að það sé kona.

Ásgeir Jóhann (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband