Aumingja Ólafur

Það hlýtur að vera erfiður kross að bera að hafa sankað að sér svo stórum hluta af fjármunum íslensku þjóðarinnar að maður sé persónulega fær um að ganga í ábyrgð fyrir og lána arabískum olíufursta til að kaupa banka.

Íslenskur maður sem hefur efnast svo mikið að íslenskir fjölmiðlar sjá sér ekki fært að gera athugasemd við það þó hann geri vini sínum þennan greiða í gegnum skattaparadís - án þess að hagnast á því sjálfur. 

Þetta er upplýst í kjölfarið á því að aumingja Ólafur fer fram á að fá útgreiddar tæplega tvö hundruð milljónir króna í gengismun frá bankanum sem hann keyrði í þrot.

Svo finnst aumingja Ólafi það ósanngjarnt að vera talinn fjárglæframaður og það eftir að upplýst hefur verið um lán til hans frá Kaupþingi án þess að hann beri neina áhættu sjálfur. 

Það er eitthvað sem ekki gengur upp.


mbl.is Milljarðalán án áhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er löngu orðið tímabært að yfirvöld stöðvi Ólaf og félaga. 

Sigurjón Þórðarson, 20.1.2009 kl. 10:04

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Velkominn á bloggið Hörður

Eigum við ekki að fara útí einhverskonar söfnun fyrir aumingja Ólaf? Hvernig væri nú að fólk léti dósasjóðina sína renna inná reikning þessa manns sem er svo illa svikinn?

Guðrún Sæmundsdóttir, 20.1.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband