Um siðferði í íþróttahreyfingunni

Jenný Anna Baldursdóttir hefur skrifað á blogginu sínu http://blog.eyjan.is/jenny/2009/12/29/2327/#comment-2435 um málefni KSÍ af miklum skörungsskap og ólíkt mörgum öðrum er Jenný Anna málefnanleg.  Hins vegar hnaut hún um eina af þessum leiðindaþúfum sem stundum þvælast fyrir okkur sem erum að blogga, en það er að setja allt og alla undir einn hatt.  Í þessu tilfelli féll hún í þá gryfju að setja alla íþróttahreyfinguna undir hatt KSÍ.  Ég leyfði mér því að brjóta gegn eigin ákvörðun og svara henni í eftirfarandi athugasemd.

"Sæl Jenný Anna.
Ég hef haft gaman af því að lesa bloggfærslurnar þínar, þú hefur verið beinskeytt og oft komist að kjarna málsins.
Ekki ætla ég mér að bera neinn sérstakan blak af KSÍ né heldur ætla ég að svara fyrir gjörðir einstakra starfs- eða stjórnarmanna KSÍ. Þau eru fullfær um það sjálf.
Ég ætla hins vegar að upplýsa þig um smá atriði sem mörgum bloggurum og álitsgjöfum virðist fyrirmunað að skilja, en það er að KSÍ er EKKI öll íþróttahreyfingin. Það hafa líklega fáir af þeim dómhörðu “ummælendum” málsins gert sér far um að kanna hvernig íþróttahreyfningin er uppbyggð hvaðan einstakir stjórnarmenn og sambönd sækja umboð sitt 0g gagnvart hverjum þau eru ábyrg. Og ég freistast til að álykta að enginn þeirra sem hér skrifa álit sitt fyrir ofan hafa svo mikið sem reynt að komast að því hvernig siðferði og siðareglum er fyrirkomið annars staðar í íþróttahreyfingunni. Að minnsta kosti hefur enginn haft uppi neina tilburði til að skoða það sem þó er til á blaði og birt á heimasíðum sérsambanda innan ÍSÍ. Ég leyfi mér að senda hér með hlekk á heimasíðu Sundsambands Íslands þar sem siðareglur sundhreyfingarinnar eru birtar. Þær eru að uppistöðu til frá árinu 2001 en eru auðvitað í stöðugri endurskoðun og sjálfsagt má eitthvað betur fara.
http://www.sundsamband.is/?ib_page=441&iw_language=is_IS

Kær kveðja
Hörður J. Oddfríðarson
formaður SSÍ"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gott hjá þér að gera tilraun til að upplýsa þá sem fara gegn íþróttastarfi í landinu með rangtúlkunum, Jenný hlýtur að sjá sóma sinn í því að leiðrétta skrifin og biðjast afsökunar.

Sigurjón Þórðarson, 30.12.2009 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband