Breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki - vel tímabærar.

Viðskiptaráðherra mælir á morgun föstdag fyrir frumvarpi til laga um breyting á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum.  Sjá frumvarpið hér: http://www.althingi.is/altext/138/s/0614.html

 

Frá því síðla árs 2008 hefur verið unnið að því að bæta lagaumhverfi fjármálafyrirtækja með það fyrir augum að starfssemi þeirra verði gagnsærri og geti ekki orðið gróðrarstía fjárglæfra eins allt virðist benda til að hafi verið hjá okkur á Íslandi. 

Kaarlo Jännäri, fyrrverandi forstjóri finnska fjármálaeftirlitsins var fenginn til að meta lagaumhverfið og gera tillögur um það sem bæta mætti. 

Ef frumvarpið verður að lögum þá snýst þetta einfaldlega um að koma í veg fyrir þá ótrúlegu vitleysu sem viðgengist hefur í fjármálalífi íslendinga.

 

Nokkur atriði úr frumvarpinu má telja upp:

1) Heimlt verður að setja takmarkanir á starfsemi starfsstöðva.

2) Ábyrgð innri endurskoðunar verður mun meiri.

3) Skylt verði að skrá stórar fjárhagsskuldbindingar á skuldbindingaskrá.

4) Reglur um eðlilega viðskiptahætti settar.

5) Heimlidir til að setja tímafrest á afsetningu eigna.

6) Bannað að lána til kaupa á eigin bréfum.

7) Takmarkanir á lánum til lykilmanna.

8) Áhættuskuldbindingar verða takmarkaðar.

9) Kaupaukar eru takmarkaðir.

10) Starfslokasamningar eru takmarkaðir.

11) Reglur um eiginfjárgrunn hertar.

Það er gott til þess að vita að það er unnið áfram af fagmennsku og heilindum í ríkisstjórninni, þó populistar úr röðum stjórnarandstöðuþingmanna séu að skemmta skrattanum. Upphaflegu lögin eru frá árinu 2002, voru meingölluð og síðan stórskemmd i valdatíð Davíðs Oddsonar.

 


Hvað er að Ögmundi?

Er Ögmundur Jónasson stoltur af því að hafa tafið og þvælst fyrir ríkisstjórninni í uppbyggingu á Íslandi?  Er honum ekkert heilagt?  Það var hreint alveg ótrúlegt að heyra í honum á Bylgjunni í morgun þar sem hann sakaði Má Guðmundsson seðlabankastjóra um að hóta þjóðinni þegar Már bendir á þá augljósu staðreynd að óleyst Icesavedeilan og óendurskoðuð AGS áætlun kostar samfélagið mikið fé.  Það er misskilningur hjá populistanum Ögmundi Jónassyni að með því hafi Már verið að blanda sér í pólitík.  Már var einfaldlega að sinna vinnu sinni.  Það hefði verið mjög alvarlegur hlutur ef seðlabankastjóri hefði ekki dregið fram þessar augljósu staðreyndir.  En kannski vill Ögmundur ekki að fólk út í bæ hafi leyfi til að minna þjóðina á ábyrgð Ögmundar og lagsbræðra hans í sjálfstæðisframsóknarhreyfingunni.  Ögmundur vill kannski fá ritstjórnarvald yfir seðlabankastjóra þannig að axarsköft þingmanna og fyrrverandi ráðherra verði ekki dregin fram í dagsljósið.  En Ögmundur kemst ekki frá því að líklega hafa fáir þingmenn og ráðherrar kostað Ísland jafnmikið og populistinn Ögmundur Jónasson, nema kannski Davíð Oddson.

Frábær grein Margrétar á visi.is

Margrét Kristmannsdóttir skrifar frábæra grein á visi.is í dag þar sem hún vekur athygli á þeirri staðreynd að vantraustið, tortryggnin og biðin eftir Icesave hefur kostað okkur sem þjóð og einstaklinga geypilegt fé.  Tímabær grein sem allir ættu að lesa.

http://visir.is/article/20100127/SKODANIR04/824953114

 


Þingmaður skrökvar á blogginu - lýsir mjög vænisjúkum huga hans

Þór Såri þingmaður hreyfingarinnar skrifar langa og frekar leiðinlega pistla þar sem hann kastar skít í átt að ýmsum fyrirtækjum, Samfylkingunni og nafngreindum einstaklingum.  Hann reynir á kostulegan hátt að tengja fólk, flokk og fyrirtæki saman.   Kostulegan segi ég en kannski á betur við að segja á vægast sagt mjög vænisjúkan hátt.  Sjá má seinni pistilinn og kommentin á þessari slóð:http://thorsaari.blog.is/blog/thorsaari/entry/1010302/#comment2773164

Það svara nokkrir ágætir einstaklingar í athugasemdunum svo sem eins og Vilhjálmur Þorsteinsson og Arnar Guðmundsson en ég verð að viðurkenna að það gekk alveg fram af mér óþverragangurinn og ósannindin sem sett eru fram í pistlinum og nokkrum athugasemdum.  Þess vegna skrifaði ég eftirfarandi athugasemd.  Vona að ég sé sjálfum mér samkvæmur.

"@Íris

Það er alveg óþarfi að ljúga.  Heimir Már Pétursson var ekki í framboði til varaformanns Samfylkingarinnar árið 2005.  Ekki veit ég hvað kemur þér til að bera slíka firru á borð hér í athugasemdakerfi á bloggi herra Såri.  Nema þú sért í þeim flokki fólks sem finnst best að láta umræðuna fljóta á hálfsannleik, tilbúnum "staðreyndum" og "hafa skal það sem betur hljómar hverju sinni".  En þá ertu líka í ágætum félagsskap herra Såri, Guðmundi tvisti og öðrum sem vilja helst fela eigið getuleysi með því að fara í stríð við ofureflið.  Mannkynssagan inniber marga langa og hörmulega kafla um slík smámenni.

@ Guðmundi tvisti.  Upptalningin hér að ofan um styrki til Samfylkingarinnar eru gamlar fréttir, því ólíkt öðrum flokkum hafði Samfylkingin frumkvæði að því að birta hann þannig að allt væri upp á borðum.  Upptalning þín á fólki sem fengið hefur verið til starfa er einnig ekkifrétt sem byggð er á veikum grunni og hefur verið hrakin annarsstaðar.  Það á ekki að vera til of mikils mælst að þú hafir eitthvað fyrir þér í skrifum þínum áður en þú kveikir á viftunni og hendir skítnum í loftið.  Það gæti nefnilega eitthvað slest á þig í leiðinni - eitthvað sem þú átt ekki en loðir við þig vegna vænisýki og tortryggni annarra.  Heiðarleiki var lykilorðið á Þjóðfundinum.  Það er orð sem þú mátt gjarnan temja þér ásamt orðinu Sannleikur.

@ Þór Såri.

Til þingmanna verður að gera þá kröfu að þeir nýti tíma sinn til uppbyggilegrar orðræðu, vel grundaða á staðreyndum og bestu vitneskju á hverjum tíma.  Það verður einnig að gera þá kröfu að þeir beiti ekki ofbeldi aðdróttanna og drullumaks á einstaklinga.  Í ofangreindu hefur þú brugðist algjörlega og átt ekki skilið að bera virðingarheitið þingmaður.  Blessaður taktu þér tíma í að endurmeta þinn vænisjúka málflutning og reyndu að nálgast málin með opnum huga og í samvinnu við fólk."


Hvað gerir skemmdarverkafólkið í stjórnarandstöðunni?

Þá skiptir höfuðmáli að stjórnarandstaðan standi við stóru orðin og haldi samkomulag um samstarf ef slíkt verður gert.  Það verður ekki liðið að Framsóknaríhaldshreyfingin skemmi meira en orðið er.   Ef fólk lítur yfir núverandi samning og lög þá hefur öllum fyrirvörum verið fullnægt.
mbl.is Forsætisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir litlar 65 milljónir

Þeir gera það ekki endasleppt Sigmundur Davíð og Bjarni Ben.  Í dag hafa þeir ítrekað ásamt Pétri Blöndal lýst því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki óskastaða í Icesave málinu.  Það er rúmri viku eftir að greiddu allir atkvæði með ústkýringum með tillögu þess síðastnefnda á Alþingi um að senda Icesave í þjóðaratkvæði.  Alveg hreint ótrúlegir kálfar þessir menn.

Ég er að vísu ekkert mikið hrifnari af mínu fólki í gær þegar nokkrir samflokksmenn mínir brugðust við gagnvart forsetanum á sama hátt og óþverragengið í sjálfstæðisflokknum árið 2004 og oftar - mér fannst Þórunn Sveinbjarnar, Sigmundur Ernir og margir fleiri fara alltof harkalega fram með því að stilla ríkisstjórninni og forsetanum upp að vegg og hóta stjórnarslitum og vilja þvinga forsetann frá vegna ákvörðunar hans. 

Þórunn, Sigmundur og aðrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa ekki leyfi til að slíta stjórnarsamstarfi vegna þess að forseti nýtir stjórnarskrárbundinn rétt sinn til að vísa málum í þjóðaratkvæði.  Þau eiga ásamt öðrum félögum sínum á þingi að lesa fjárlögin yfir aftur og reyna gera bragarbót á þeim fjölmörgu mistökum sem þau hleyptu þar í gegn og verða til þess að sjálfsögð og eðlileg þjónusta við okkar minnstu bræður og systur verður aflögð. 

Það er reyndar skelfilegt til þess að hugsa að vel innan við helmingurinn af þessum 160 milljónum sem þjóðaratkvæðagreiðslan á að kosta gæti komið í veg fyrir að innritunum á Sjúkrahúsið Vog fækki um 700 á þessu ári og jafnframt væri komið í veg fyrir að Göngudeild SÁÁ á Akureyri verði lokað og jafnframt væri komið í veg fyrir að draga þurfi úr margþættri þjónustu í Göngudeild SÁÁ í Reykjavík. 

Hugsið ykkur - fyrir aðeins 65 milljónir hefði ríkið staðið við samninga sem það gerði á síðasta ári við SÁÁ.  Hugsið ykkur fyrir aðeins 65 milljónir væri hægt að halda úti eðlilegri þjónustu fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra á Stór-Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri.  En nei, dýrmætur tími þingmmanna fór ekki í að búa fjárlagafrumvarpið eðlilega úr garði heldur í að moka Icesave skurðinn sem ma þau Þórunn og Sigmundur Ernir dýpkuðu í gær.


Ræstivagninn fór á hliðina eftir árekstur við limmann

Ég ítreka það enn og aftur að ég er ósammála forseta Íslands um nauðsyn þess að setja þetta breytingarákvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Hins vegar er það skylda hans að taka ákvörðun einn og óstuddur í tilfellum sem þessum og það gerði hann.  Við getum fundið ýmsar ástæður fyrir því, en aðalástæðan er auðvitað tregða þingmanna undanfarinna áratuga, þar á meðal Ólafs Ragnars, að útfæra 26 grein stjórnarskrárinnar.

Afleiðingin er að við sitjum uppi með skýra skiptingu þjóðarinnar í tvo hluta.  Annar hlutinn hefur fylgt forystu framsóknarflokksins undir merkjum inDefence og telur að það sé raunhæfur kostur í stöðunni að standa ekki við skuldbindingar Íslands gagnvart öðrum þjóðum.  Hinn hlutinn hefur fylgt ríkisstjórninni að málum í Icesave og alveg gert sér grein fyrir stöðu Íslands og þó að þau ber séu súr gerir þessi hópur sér alveg ljóst að raunveruleikinn er skömminni skárri en óskhyggjan.

En þó þjóðinni sé þannig skipt upp í tvær fylkingar þá eiga bæði ríkisstjórnin og forsetinn að sitja áfram, forsetinn á þeim forsendum að hann er þjóðkjörinn og þó við séum ósammála einstökum athöfnum hans og ríkisstjórnin vegna þess að hún hefur verk að vinna.  Spurningin er bara - hvernig tryggjum við að athafnir forsetans setji ekki ræstivagninn á hliðina á ný.


mbl.is Meirihluti styður forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða þingmenn hafa skorað á forseta Íslands?

Mér finnst eðlilegt að forseti Íslands gefi upp hvaða þingmenn hafi óskað eftir því við hann að senda Icesave í þjóðaratkvæði, sérstaklega hvaða þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögu Péturs Blöndal um þjóðaratkvæðisgreiðslu en koma svo bakdyrameginn til forseta og óska þjóðaratkvæðis.  Þetta er grundvallaratriði því það er ljóst að þeir hinir sömu þingmenn eru óhæfir og þurfa að segja af sér.  Það er aumur þingmaður sem ekki unir lýðræðislega fenginni niðurstöðu í máli sem hefur fengi mestu umræðu í þinginu af öllum málum.  Sérstaklega á þetta við um þá sem heyktust á að vera heiðarlegir í umræðu og afgreiðslu.  Slíka menn á að draga fyrir landsdóm og gefa þeim færi á að skýra hvers vegna þeir brutu gegn stjórnarskrá í atkvæðagreiðslu á þingi (ég á auðvitað við þessa kröfu um að menn fylgi sannfæringu sinni).   Nema þau hafi sjálf manndóm í sér að stíga fram.


mbl.is Sammála um að lágmarka ókyrrð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því miður

Ég er ósammála forseta Íslands í þessu máli.  Tel að Icesave hafi nú þegar tekið of langan tíma og á meðan er ekki tími til að vinna að öðrum málum.  En úr því sem komið er er rétt að þjóðin beri ábyrgðina og sætti sig þá við endanlega niðurstöðu málsins.  Nema Bretar og Hollendingar leysi þann þátt málsins og segi einfaldlega upp samningum og krefjist greiðslu strax.
mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vogunarsjóðir

Eiga menn hjá vogunarsjóðum ekki að halda sig til hlés?  Það sprettur upp náfnykurinn um leið og minnst er á vogunarsjóði.
mbl.is Ætti að nota tengsl Dorritar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband