Ögmundur og framsóknarsjálfstæðishreyfingin

Vandinn með þennan norræna velferðarfána sem við Ögmundur ætluðum að draga að húni, hann sem þingmaður í stjórnarliðinu og ráðherra og ég sem eindreginn stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar hefur verið fótum troðinn af Ögmundi og fleirum.  Ástæðan er sú að Ögmundur, Lilja Móses ásamt framsóknarmönnum, sjálfstæðismönnum og þingmönnum hreyfingarinnar hafa leyft sér að eyða óhæfilega löngum tíma í umræður sem litlu eða engu hafa skilað.  Á meðan náðu óhæfir embættismenn hinna ýmsu ráðuneyta og þar er heilbrigðisráðuneytið ekki undanskilið, að ota fram fjárlagafrumvarpi sem ekki getur staðið undir nafni norrænnar velferðar.  Þetta tókst þeim og það skrifast alfarið Ögmund og félaga hans í framsóknarsjálfsstæðishreyfingunni.

Það sem Ögmundur gleymir er að lýðræðið ræðst ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.  Lýðræðið felst miklu meira í því að að þannig kjörnir fulltrúar þess þar á meðal Ögmundur, hafi kjark til að taka afstöðu inn á þingi (og sinni þannig sinni vinnu) sætti sig við niðurstöðu meirihluta þingsins og snúi sér að því að leysa brýnan vanda þeirra sem landið byggja.

Það eru því grátleg pólistísk örlög Ögmundar ef hann verður til þess að koma íhaldinu og framsókn aftur til valda.


mbl.is Stjórnin hefur ekki leyfi til að fara frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

velferðarfána haha það getið þið asnar aldrei ef þið væruð í Noregi yrðu þið allir settir í að smíða BRETTI.

gisli (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 12:03

2 identicon

Það er akkúrat það sem við þurfum, að þessir þjóðníðingar drullist frá svo hægt verði að byrja á uppbyggingu landsins

magnús steinar (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 12:10

3 identicon

Magnús ertu ekki að meina "niðurrif"? Ég held þú hafir gert innsláttarvillu. "Með því að koma sjálftökuflokkunum að, þá hefjum við niðurrif". Var það ekki það sem þú ætlaðir að segja (skrifa)? Það er svo sem skiljanlegt að þú gerir svona villu í upphafi árs en til öryggis ættirðu að biðjast afsökunar, svo fólk haldi ekki að þú sért vitleysingur. Ég segi þetta af umhyggju.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 12:25

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þessi færsla er nú slíkt grín að hún er ekki svaraverð.  Er það sjálfstæðis- og framsóknarmönnum að kenna hvernig fjárlagafrumvarið er ???

Viltu nú ekki vakna frá þessari vinstri - vímu sem þú ert í og reyna að hugsa málið betur ??

Sigurður Sigurðsson, 4.1.2010 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband