5.1.2010 | 11:25
Því miður
Ég er ósammála forseta Íslands í þessu máli. Tel að Icesave hafi nú þegar tekið of langan tíma og á meðan er ekki tími til að vinna að öðrum málum. En úr því sem komið er er rétt að þjóðin beri ábyrgðina og sætti sig þá við endanlega niðurstöðu málsins. Nema Bretar og Hollendingar leysi þann þátt málsins og segi einfaldlega upp samningum og krefjist greiðslu strax.
Staðfestir ekki Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stjórnarkreppa, spenna, órói mótmæli tafir á björgunarstarfi og hrunflokkar aftur við völd. Glæsilegt..
Uppgjöri á orsökum hrunsins síðan stungið undir stól.
hilmar jónsson, 5.1.2010 kl. 11:39
Skil þínar forsendur að vilja klára málið eins fljótt og auðið er en að mínu mati er þetta mál þess virði að draga á langinn. Ég ætla ekki að borga Icesave, ætlar þú?
Björgvin (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 11:43
Ísland er ekki að neita að borga Icesave, ef þessi samningur verður felldur þá tekur samningurinn frá því í sumar gildi, þar sem ísland staðfesti að borga Icesave. Eini munurinn á þessu frumvarpi og þessi síðan í sumar eru fyrirvararnir sem voru settir á þá.
Gummi (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.