6.1.2010 | 02:42
Hvaða þingmenn hafa skorað á forseta Íslands?
Mér finnst eðlilegt að forseti Íslands gefi upp hvaða þingmenn hafi óskað eftir því við hann að senda Icesave í þjóðaratkvæði, sérstaklega hvaða þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögu Péturs Blöndal um þjóðaratkvæðisgreiðslu en koma svo bakdyrameginn til forseta og óska þjóðaratkvæðis. Þetta er grundvallaratriði því það er ljóst að þeir hinir sömu þingmenn eru óhæfir og þurfa að segja af sér. Það er aumur þingmaður sem ekki unir lýðræðislega fenginni niðurstöðu í máli sem hefur fengi mestu umræðu í þinginu af öllum málum. Sérstaklega á þetta við um þá sem heyktust á að vera heiðarlegir í umræðu og afgreiðslu. Slíka menn á að draga fyrir landsdóm og gefa þeim færi á að skýra hvers vegna þeir brutu gegn stjórnarskrá í atkvæðagreiðslu á þingi (ég á auðvitað við þessa kröfu um að menn fylgi sannfæringu sinni). Nema þau hafi sjálf manndóm í sér að stíga fram.
Sammála um að lágmarka ókyrrð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.