Þingmaður skrökvar á blogginu - lýsir mjög vænisjúkum huga hans

Þór Såri þingmaður hreyfingarinnar skrifar langa og frekar leiðinlega pistla þar sem hann kastar skít í átt að ýmsum fyrirtækjum, Samfylkingunni og nafngreindum einstaklingum.  Hann reynir á kostulegan hátt að tengja fólk, flokk og fyrirtæki saman.   Kostulegan segi ég en kannski á betur við að segja á vægast sagt mjög vænisjúkan hátt.  Sjá má seinni pistilinn og kommentin á þessari slóð:http://thorsaari.blog.is/blog/thorsaari/entry/1010302/#comment2773164

Það svara nokkrir ágætir einstaklingar í athugasemdunum svo sem eins og Vilhjálmur Þorsteinsson og Arnar Guðmundsson en ég verð að viðurkenna að það gekk alveg fram af mér óþverragangurinn og ósannindin sem sett eru fram í pistlinum og nokkrum athugasemdum.  Þess vegna skrifaði ég eftirfarandi athugasemd.  Vona að ég sé sjálfum mér samkvæmur.

"@Íris

Það er alveg óþarfi að ljúga.  Heimir Már Pétursson var ekki í framboði til varaformanns Samfylkingarinnar árið 2005.  Ekki veit ég hvað kemur þér til að bera slíka firru á borð hér í athugasemdakerfi á bloggi herra Såri.  Nema þú sért í þeim flokki fólks sem finnst best að láta umræðuna fljóta á hálfsannleik, tilbúnum "staðreyndum" og "hafa skal það sem betur hljómar hverju sinni".  En þá ertu líka í ágætum félagsskap herra Såri, Guðmundi tvisti og öðrum sem vilja helst fela eigið getuleysi með því að fara í stríð við ofureflið.  Mannkynssagan inniber marga langa og hörmulega kafla um slík smámenni.

@ Guðmundi tvisti.  Upptalningin hér að ofan um styrki til Samfylkingarinnar eru gamlar fréttir, því ólíkt öðrum flokkum hafði Samfylkingin frumkvæði að því að birta hann þannig að allt væri upp á borðum.  Upptalning þín á fólki sem fengið hefur verið til starfa er einnig ekkifrétt sem byggð er á veikum grunni og hefur verið hrakin annarsstaðar.  Það á ekki að vera til of mikils mælst að þú hafir eitthvað fyrir þér í skrifum þínum áður en þú kveikir á viftunni og hendir skítnum í loftið.  Það gæti nefnilega eitthvað slest á þig í leiðinni - eitthvað sem þú átt ekki en loðir við þig vegna vænisýki og tortryggni annarra.  Heiðarleiki var lykilorðið á Þjóðfundinum.  Það er orð sem þú mátt gjarnan temja þér ásamt orðinu Sannleikur.

@ Þór Såri.

Til þingmanna verður að gera þá kröfu að þeir nýti tíma sinn til uppbyggilegrar orðræðu, vel grundaða á staðreyndum og bestu vitneskju á hverjum tíma.  Það verður einnig að gera þá kröfu að þeir beiti ekki ofbeldi aðdróttanna og drullumaks á einstaklinga.  Í ofangreindu hefur þú brugðist algjörlega og átt ekki skilið að bera virðingarheitið þingmaður.  Blessaður taktu þér tíma í að endurmeta þinn vænisjúka málflutning og reyndu að nálgast málin með opnum huga og í samvinnu við fólk."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hörður það er lágmarks kurteisi að fara rétt með nöfn manna Þór Saari er nafnið hans ekki Þór Såri...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.1.2010 kl. 03:16

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skrýtið að sjá svona mikla árás á Þór Saari, og svo þegar leitað er að meintum dæmum um rangan málflutning hans, hvað þá heldur þegar leitað er að rökstuddum andmælum gegn honum, þá finnst bara hreint ekki neitt af því tagi í gervöllum pistli þínum, Hörður! Gleymdist það kannski eða datt út?!

PS: Svo man ég ekki betur en Heimir Már hafi fengið fáein atkvæði í varaformannskjörinu.

Jón Valur Jensson, 27.1.2010 kl. 04:23

3 identicon

Jóna Kolbrún og Jón Valur.  Eftirfarandi færsla var sett á athugaemdir við grein þingmannsins Þórs Saari.

@ Íris  Bið þig afsökunar á að hafa þig fyrir rangri sök.  Það er rétt hjá þér að Heimir Már bauð sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar og fékk örfá atkvæði í þerri kosningu.

@ Guðmundur tvistur. Þú verður að vera nákvæmari í málflutningi þínum.  Listinn sem þú birtir eru ekki framlög til Samfylkingarinnar árið 2007 heldur árið 2006.  Sjá hér: http://www.samfylkingin.is/Flokkurinn/Fj%c3%a1rm%c3%a1l  Hins vegar er það svo að Samfylkingin, ein flokka, hafði frumkvæði að því að birta lista yfir öll framlög til flokksins á þessum árum.   Þú heldur áfram að henda upp óljósum fullyrðingum um mútuþægni einstaklinga og flokks án þess að til sé innistæða fyrir þeim.  Það er einnig ljóst að þú skilur illa merkingu orðanna heiðarleiki og sannleikur úr því þú ætlar í orðabókarhártoganir um þau.  Það segir auðvitað miklu meira um þig en flest annað.

@ Þór Saari.  Verða að biðja þig afsökunar á að hafa afbakað nafn þitt.  Það var óviljaverk og um að kenna stillingum í heimilistölvu minni.  Þeim hefur nú verið breytt.  Efnislega hvet ég þig áfram til að endurmeta þær ásakanir og hálfsannleik sem þú hefur sett fram og vona að þú munir í framtíðinni standa undir virðingarheitinu þingmaður.

Hörður J. Oddfríðarson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 10:43

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Hörður, þú ert maður að meiri að lagfæra missmíði viðstöðulaust.

Jón Valur Jensson, 27.1.2010 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband