27.1.2010 | 17:05
Frábær grein Margrétar á visi.is
Margrét Kristmannsdóttir skrifar frábæra grein á visi.is í dag þar sem hún vekur athygli á þeirri staðreynd að vantraustið, tortryggnin og biðin eftir Icesave hefur kostað okkur sem þjóð og einstaklinga geypilegt fé. Tímabær grein sem allir ættu að lesa.
http://visir.is/article/20100127/SKODANIR04/824953114
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Því miður hefur IceSave ekki svo mikið með traust að gera, heldur frekar þær "heljargreipar" sem Margrét nefnir grein sinni. Það er ekki ódýrt að standa á rétti sínum, en borgar sig þegar upp er staðið.
Það sjö ára svikalogn sem við fáum með uppgjöf færir okkur klyfjar sem við fáum tæplega staðið undir, allt í gjaldeyri. Það er betra að taka á sig einn frostavetur en að bíða í sjö ár eftir ísöld.
Haraldur Hansson, 27.1.2010 kl. 18:10
Sennilega skynsamlegast að skuldsetja sig sem mest með von um betri tíð, það gafst bankamönnum vel.
Ragnar Gunnlaugsson, 27.1.2010 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.