Þýlyndar liðleskjur á þingi?

Það er rétt sem Helga Vala segir - þjóðin vill ekki þessa ríkisstjórn og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður hvort sem henni líkar betur eða verr að sætta sig við það að þjóðin talar hvort sem ISG vill hlusta eða ekki.

Það er náttúrulega með þvílíkum ólíkindum að formaður flokks jafnaðarmanna skuli koma fram við fólk með sama hroka og gikkshætti og núverandi seðlabankastjóri hefur gert gegnum tíðina.  Það er ansi hart að sitja uppi með slíkan formann í Samfylkingunni.

Það er líka með ólíkindum að börn séu beitt piparúða og þau sett í handjárn á sama tíma og liðleskjum á alþingi finnst við hæfi að ræða um að setja áfengissölu í matvöruverslanir.


mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mikið er ég hjartanlega sammála þér.

Birgitta Jónsdóttir, 20.1.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband