Þetta er orðið gott Ingibjörg

Nú er kominn tími til að Ingibjörg Sólrún, Össur, Jóhanna, Kristján, Björgvin og Þórunn taki af skarið og segi þessu ríkisstjórnarsamstarfi lokið.  Þetta samstarf er orðið skrípaleikur og ábyrgu fólki ber að grípa inn í.  Ef ráðherrum Samfylkingar finnst ekki nóg komið þá verður þingflokkurinn að taka völdin - að öðrum kosti eru þau lyddur og ekki nokkur leið að styðja það fólk til starfa áfram. 

Kannski ætti þjóðin að fara túlka stjórnarskrána og óska eftir því við forsetann að leysa þessa ríkisstjórn frá völdum.  Til þrautavara munum við í Reykjavíkurfélagi Samfylkingarinnar taka fram fyrir hendurnar á þeim sem ekki þora. 

Það er mögnuð upplifun að standa á Austurvelli og vera þátttakandi í mótmælum á Íslandi, mótmælum sem fólk af öllum stærðum og gerðum tekur þátt í, mótmælum þar sem ÞJÓÐIN tekur þátt í.  Og nú þýðir ekki að segja með hroka og stælum að þetta sé ekki þjóðin, því þarna er íslenska þjóðin að segja ráðherrum Íslands að þeir séu ekki starfi sínu vaxnir og þeim beri að víkja.  Það er ekkert persónulegt við það.

Ósvífni forseta þingsins og forsætisráðherra tekur út yfir allan þjófabálk.  Hvernig datt þeim í hug að halda að þeir gætu hafið þingstörf á þessum tímum eins og ekkert hefði í skorist.  Hvar duttu þeir úr sambandi?


mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er þetta orðið gott.  Fyrri flokkurinn út úr ríkisstjórn á auðvitað að vera samfylking.  En reyndar væri það bara vegna þess að sá flokkur hefur staðið sig ennþá verr en lélegur Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin veit það vel.

Hún veit sem svo að verði boðað til kosninga á næstunni þá mun fylgi þeirra hrapa langt niður fyrir skoðanakannanir enda hljóta að vera takmörk fyrir því hversu heilaþvegið Samfylkingarfólk er.

Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 04:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband