23.1.2009 | 11:33
Siðbót á Íslandi
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur (sú sem fékk viðvörun frá ráðherra) gæti verið eitt besta vopn í siðbót í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Hún virðist vera fær um að stýra og halda utan um þá umræðu og vinnu sem þarf að fara fram í heilbrigðismálum á þann hátt að við gætum borið höfuðið hátt.
Það er orðið bráðnauðsynlegt að koma umræðunni um heilbrigðismál þjóðarinnar úr höndum fólks sem er fyrst og fremst að gæta eigin aukaþóknanna og geta ekki horft yfir allt sviðið með opnum huga.
Stóra spurningin er auðvitað sú hvort við höfum kjark til að gera Sigurbjörgu að ráðherra heilbrigðismála í samstjórn Samfylkingar og VG eftir kosningar í maí, jafnvel þó hún væri hvergi á lista. Þannig mætti auðvitað fara að með mörg fagráðuneytanna að fá fagfólk til að stýra þeim þó 2-4 stjórnmálamenn settust í önnur. Með þessu móti gæti myndast eðlilegt samband milli þingsins og framkvæmdavaldsins.
Við gætum jafnvel slegið tvær flugur í einu höggi og ráðið fjarbýling Sigurbjargar, Robert Wade, sem seðlabankastjóra. En þá þurfum við fyrst að losa okkur við hið óhæfa þríeyki sem nú trónir á þar á toppi. Merkilegt finnst mér þó hversu næstráðendur í bankanum virðast algerlega undir hælnum á formanni bankastjórnarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.