23.1.2009 | 13:01
Nýja ríkisstjórn þrátt fyrir veikindi ISG og GHH
Það er leitt að heyra fréttir af Geir H. Haarde. Hins vegar eiga þær ekki að breyta neinu um stjórnarslit og nýja ríkisstjórn fram að kosningum 9. maí.
Ég er þeirrar skoðunar að ef þau eru bæði að fást við erfið veikindi Ingibjörg og Geir þá eiga þau bæði að víkja strax og hleypa fullfrísku fólki að til að stýra björgunarleiðangrinum mikilvæga. Það gengur ekki að halda þjóðinni í gíslingu þeirra tveggja. Eins og er lítur þessi björgunarleiðangur út eins og ekkert skipti þjóðina máli annað en heilsa Geirs og Ingibjargar. Heilsa þeirra er mikilvæg en málefni Íslands alls eru einnig mikilvæg - þau eiga að hugsa um sig, aðrir geta tekið við björgunarleiðangrinum. Það fer þá kannski eitthvað að gerast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég vil taka undir þetta. Ég held að við svo ábyrgðarmikil störf veiti fólki ekki af öllum sínum kröftum og einbeitingu.
Ég held það hljóti að vera erfitt að berjast á tvennum vígstöðvum í einu. Heilsan er okkur öllum það dýrmætasta sem við eigum og ef hún bregst hlýtur það að hafa víðtæk áhrif allt annað sem við okkur kemur.
Ég hef fulla samúð með bæði Geir og Ingibjörgu og óska þeim alls hins besta í erfiðum veikindum. Þau eiga bæði að taka gott frí og einbeita sér að því að ná bata.
Hjalti Tómasson, 24.1.2009 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.