24.1.2009 | 20:50
Höfuðborgarsvæðið nær víðar en 101 Reykjavík
Það er rétt að minna Samfylkingarfélaga mína um landið sem telja að 101 Reykjavík sé höfuðborgarsvæðið á að það hugtak nær yfir töluvert stærra svæði. Reyndar er það líklega rétt hjá þeim að spillingin á Íslandi er mest í áðurnefndu póstnúmeri en þá ber líka að minna þá á að spillingin grasserar þar í skjóli Samfylkingar í ríkisstjórn.
Það eru því mikil vonbrigði að heyra um ótrúlega þolinmæði formanna Samfylkingarfélaga út á landsbyggðinni. Nú þegar við erum búin að bíða í ríflega eitthundrað daga eftir aðgerðum vegna bankahrunsins þá eigum við að bíða lengur. Við eigum að sýna Ingibjörgu Sólrúnu meiri biðlund vitandi um yfirgang Sjálfstæðisflokksins í samstarfinu og hún ræður ekki við eitt eða neitt. ISG gerði afdrífarík mistök að stíga ekki strax til hliðar þegar hún veiktist því íhaldið hefur nýtt sér veikindi hennar og teygt tímann til að krafla sönnunargögnunum um misferlið undan. ISG virðist meira að segja hafa samþykkt að gera ekki neitt fyrr en eftir landsfund Sjallans.
Og nú bíðum við enn. Við biðum alla síðustu viku eftir að ISG kæmi til landsins og nú verður allt sett á bið vegna veikinda Geirs. Það þykir líklega sjálfssögð tillitssemi við samstarfsflokkinn.
En nú er nóg komið af bið. Það ber að slíta ríkisstjórninni strax því rökin um að landið þoli ekki stjórnarkreppu virka ekki lengur. Það hefur ekkert verið gert í rúmlega eitthundrað daga og Samfylkingin hefur algerlega brugðist í þessu stjórnarsamstarfi. Það mun ekkert frekar gerast með íhaldið í stjórn. Samfylkingarfólkið í ríkisstjórnarsamstarfinu hefur hvað eftir annað fengið tækifæri og tímamót til að sýna hvað í þeim býr en misst af þeim öllum. Ábyrgðin er Ingibjargar Sólrúnar og henni ber því að taka pólitíska ábyrgð og víkja strax.
LIFI BYLTINGIN
Meiri biðlund á landsbyggðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heir...heir eg er innilega sammála.
Vilhjálmur Bjarnason (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 23:19
Það sem sló mig mest var þessi setning:
Ingibjörgu Sólrúnu var á fundinum í dag veitt fullt umboð til þess að ákveða framhaldið.
Formaður Samfylkingarinnar er nýkominn úr heilskurðaðgerð og ætti með réttu að vera í veikindafríi en það virðist enginn í hirðinni í kringum hana geta bennt henni á að nú beri henni að fara heim og hugsa um heilsuna meðan þau taki yfir stjórn mála fram að kosningum. Við getum ekki búið við því að vera með sitt hvort stjórnarsamstarfið eftir því hvernig henni gengur að takast á við sinn sjúkdóm.
Hvað varðar þetta 101 syndrome að þá vil ég benda landsbygðarfulltrúum Samfylkingarinnar á að meirihluti landsmanna (55%) býr í sveitarfélögunum þremur sem ályktuðu gegn stjórnarsamstarfinu og enn stærri hluti Samfylkingarfólks. Ef leiðtogar Samylkingingarinanr velja að hundsa vilja meirihluta félagsmanna sinna skal hún ekki búast við vinsamlegum landsfundi á vordögum.
Héðinn Björnsson, 24.1.2009 kl. 23:54
Das is Eine Fuhrer !
Alveg sama hvað fólkið í flokknum segir, það er nefnilega alls ekki fólkið, ekki frekar en þjóðin er alls ekki þjóðin hennar !
Jú ég frétti að Saspillingar félagið í Trékyllisvík á Ströndum hefði ályktað með ISG um það að alls ekki mætti slíta þessu stjórnmálasamstarfi og líka að það bæri í raun enginn ábyrgð á hruninu og þess vegna mætti enginn víkja. Einnig að mótmælendur væru bara skríll og hyski og alls ekki þjóðin og þá mætti alls ekki mætti hlusta neitt á.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 09:35
Það er alltaftalað um Reykjavík og nágreni er það ekki. Ég bý í einu svona ná-greni. :)
Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2009 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.