Subbuskapur Framsóknar.

Það verður ekki á sérstakan skjólstæðing Finns Ingólfssonar og Ólafs Ólafssonar logið.  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sýnir hið einstaka framsóknareðli og fer fram á sérstaklega óheiðarlegan hátt þegar hann truflar stjórnarmyndun Samfylkingar og VG.  Sigmundur Davíð ætti auðvitað að vera nægilega skyni borin og vita að það er ekki traustvekjandi að stela hugmyndum annarra.  Það er heldur ekki traustvekjandi þegar hann bætir sífellt í "skilyrðin" sem sett eru fyrir að verja minnihlutastjórnina falli.

En svona er lífið og ekki á allt kosið.  Aumingja maðurinn verður að telja fólki trú um að Framsóknarflokkurinn hafi breyst, en jafnframt er hann nauðbeygður að gæta hagsmuna S-hópsins því S-hópurinn mun auðvitað borga kosningabaráttuna.  Ég geri ráð fyrir að Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson, Helgi S. Guðmundsson að ógleymdum Gunnlaugi Sigmundssyni muni gauka að Sigmundi Gunnlaugssyni einhverju klinki fyrir flokkinn.

Subbuskapurinn verður seint skafinn af Framsóknarflokknum.  Við verðum bara að vona að kjósendur refsi Framsóknarflokknum eftirminnilega í kosningunum í vor um leið og þeir gera sjálfstæðisflokkinn útlægan úr íslenskri pólitík.


mbl.is Ekki óskaríkisstjórn Sigmundar Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma sjálfum flokkseigandanum, manninum á bak við tjöldin, Þórólfi Gíslasyni, sem nú á í Sigmundi hvert bein.

caramba (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband