2.2.2009 | 22:45
Auðvitað
Það sér það hver einasti maður að einhverjar milljónir til eða frá í bankastjóra gjaldþrota Seðlabanka er dropi í hafið við að vinna Íslandi og íslensku fjármálalífi aftur það traust sem núverandi bankastjórn sóaði með óvarlegum ummælum og ótrúlegum andsk..... klaufagangi í efnahagsstjórnun á síðustu árum. Að maður tali nú ekki um lygina sem þessi sama bankastjórn bauð upp á á ársfundum sínum og víðar. Fari þeir allir í fúlan pytt, þeir eiga ekki skilið krónu við starfslok, ekki frekar en aðrir stjórnendur annarra gjaldþrota banka á Íslandi.
Áfram Jóhanna forsætisráðherra.
Seðlabankastjórar víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Facebook
Athugasemdir
Ég skil bara ekki þá ósvífni að þessir menn skuli yfirhöfuð ætlast til og þiggja þessar eftirlaunagreiðslur. Finnst ekki réttlætanlegt að við borgum fólkinu sem setti allt á hausinn úr þrotabúinu...
Kominn tími til líka að hreinsa til í þessu kerfi!
Birgir Þór Harðarson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.