Raunveruleikatengsl í Seðlabankanum.

Það undrar mig að þeir félagar Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson seðlabankastjórar skuli vilja sitja sem fastast í embætti sem langflestir landsmenn vilja ekki hafa þá í.  Og annar þeirra gengur svo langt að svara ekki einu sinni forsætisráðherra þegar hún óskar eftir svari við bréfi sínu.

Það liggur fyrir að traust á Seðlabanka Íslands er ekkert bæði innalands og utanlands og það er jafnljóst öllum sem vilja horfa raunsætt á stöðuna að traust á bankann og efnahagskerfið á Íslandi næst ekki nema þessir bankastjórar víki líka.  Enda tíðkast það hvergi á byggðu bóli með vott af lýðræðishefð að menn sitji í eigin haug mistaka og neiti að horfast í augu við þau.

Við getum rétt ímyndað okkur djöfulganginn í óþverragengi frjálshyggjunnar ef málum hefði verið skipað svo að Davíð Oddson væri forsætisráðherrann sem ekki er virtur svars.  Sjáið þið fyrir ykkur að Hannes Hólmsteinn, Styrmir, Kjartan og fleiri slíkir snúðar Davíðs sætu þegjandi undir því að GOÐINU ÞEIRRA væri ekki svarað af aumum seðlabankastjórum - og það kæmist jafnvel í heimsfréttirnar?

Maður gæti jafnvel séð það fyrir sér að undir slíkum kringumstæðum væri Haraldur Johannesen YfirRíkisLögregluStjóri sendur með mannskap til að hreinsa til, svona líkt og þegar hundum er sigað á rollur sem villst hafa inn á tún.

En í alvöru talað þá er það ótrúlegt að mennirnir tveir skuli vera svo lítt raunveruleikatengdir að þeir virðast ekki sjá alvarleika þaulsetunnar fyrir þjóðarbúskapinn.  Nema hreinlega að þeir þurfi á læknishjálp að halda - hver veit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skyldi Haraldur hlýða forsætisráðherra ef hann væri beðin um að fara í Seðlabankann og hreinsa út? Var það ekki BB sem réð hann? Er hann ekki innmúraður í flokkinn?

Nei segi svona en þessi farsi er orðinn lygilegri en svæsnasta skáldsaga....

Ína (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband