Ofbeldi seðlabankastjóra!

Það er þá endanlega ljóst að þeir Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason hafa ekki nokkra hugmynd um hlutverk sitt og eru ómeðvitaðir um áhrifavald seðlabankastjóra.  Sem þýðir þá líklega að þessir tveir eru líklega óhæfustu embættismenn landsins nú um stundir.  Þeir virðast ekki átta sig á því að brottför þeirra úr Seðlabanka Íslands er skilyrði fyrir þvi að traust myndist um bankann á ný og það skipti engu máli hvaða einstaklingar sátu í bankanum við hrunið - þeir stýrðu bankanum í þrot og eiga að fara NÚNA.

Vona að búsáhaldabyltingin haldi áfram fyrir framan Seðlabankann á morgun og standi þar til Jóhanna forsætisráðherra leiðir þessa herramenn út af skrifstofum bankans.

Vera þeirra Davíðs og Eiríks í Seðlabankanum er ofbeldi gagnvart þjóðinni, þeir beinlínis kosta okkar fé og hljóta að vera skaðabótaskyldir.


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei það er ljóst að Davíð er ekki að hugsa um hagsmuni þjóðarinnar eða orðporið í alþjóðasamfélaginu.

Já þú mátt bóka að fólk mætir og lætur í sér heyra.

hilmar jónsson, 8.2.2009 kl. 19:03

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Hörður. Hvert er ofbeldið, nákvæmlega?

Hver er sök Seðlabankans í kreppunni, umfram það að fara að lögum sem sett voru SAMHLJÓÐA af Alþingi?

Jónas Egilsson, 8.2.2009 kl. 19:19

3 identicon

Ofbeldið er að halda Seðlabanka Íslands í gíslingu - einstaklingarnir sem það gera eru holdgerfingar óhæfis og vantrausts í kjölfar banka- og fjármálahruns.  Sök Seðlabanka Íslands er einfaldlega sú að ekki eingöngu létu hann vera að upplýsa um aðdraganda kreppu heldur gaf bankinn ítrekað út rangar upplýsingar um stöðu mála í aðdraganda kreppu.  Þar fyrir utan þá er auðvitað ekki hægt að hafa menn sem bankastjóra sem sátu þegar bankinn varð í reynd gjaldþrota.

Hörður J. Oddfríðarson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:20

4 identicon

Tek undir með Jónasi, hvert er ofbeldið. Við erum farinn að nota hugtök og frjálslega. Já, það má færa rök fyrir því að hann ætti að víkja til að skapa betra traust. En það er verið að fá hann til að víkja út af fleiri ástæðum. Og á klaufalegan hátt. Fólk elskar að hata DO sem holdgerving þess illa. Kannski er hann ekki meginorsökin eftir allt saman, hann aðvaraði Geir og Ingibjörgu oftar en einu sinni gagnvart bankahruninu. Var ekki svarað.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:22

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Við skulum ekki gleyma fádæma heimskulegum yfirlýsingum Davíðs í kjölfar hruns; Við borgum ekki- Rússalánið, og álíka steypu.

hilmar jónsson, 8.2.2009 kl. 20:49

6 Smámynd: Jónas Egilsson

Gott Hörður ef málin eru svon augljós. Þá ætti Jóhönnu ekki að vera skotaskuld að leysa þetta mál, kæra karlinn fyrir afglöp í starfi og allt sem því fylgir!

Þótt hann sé það sem þú kallar holdgervingur ofbeldis, þá hefur alla vega ekki komið fram annað en að hann hafi farið að lögum - lögum sem m.a. núverandi forsætisráðherra og jarðfræðingurinn fjárlmálaráðherra samþykki.

Annars hefur verið um það rætt að Fjármálaeftirlitið hafi átt að sinna þeim þáttum sem þú nefnir þarna - en kannski er það bara vitleysa í mér.

En þessu máli er greinilega ekki lokið og þau sjá um framhaldið, Davíð og Jóhanna.

Jónas Egilsson, 8.2.2009 kl. 21:23

7 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ef eitthvað er ljóst í þessum farsa þá er það það að okkur bráðvantar mann í þetta embætti sem alþjóðastofnanir og þau ríki sem vilja hjálpa okkur, taka mark á, burtséð frá persónu Davíðs. Umræðan um aðkomu gamalla pólitíkusa í þetta embætti er miklu eldri en kreppan sem við nú eigum í. Nú fyrst hinsvegar kemur það í ljós hvað það er að kosta okkur.

Ef við ætlumst til að erlendir aðilar trúi því að við ætlum að gera fleira en þiggja aðstoð annarstaðar frá þá þarf að breyta þessari stjórn Seðlabankans

Hjalti Tómasson, 8.2.2009 kl. 22:20

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Gæti ekki orðað þetta betur Hjalti.

hilmar jónsson, 8.2.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband