Að vera eða ekki að vera í framboði

Ég hef verið að velta því fyrir mér að gefa kost á mér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.  Ekki það að margir hafi komið að máli við mig og sagt mér að ég væri tilvalinn kandidat í þingmennsku heldur langar mig einfaldlega að láta til mín taka og er viss um að ég er ekki síðri til þess en það ágæta fólk sem hefur skipað framboðslista Samfylkingarinnar fram að þessu.

Það er í tísku meðal frambjóðenda í prófkosningum innan flokka að lýsa því yfir að framboðinu sé ekki beint gegn öðrum sem eru í sömu erindagjörðum.  Ég kann slíkri hógværð frekar illa og ætla að bjóða mig fram í 1.-8. sæti og býð mig þá þar með fram gegn öllum öðrum frambjóðendum Samfylkingarinnar í Reykjavík og þvælist um leið ekki fyrir neinum.

Þegar kemur að málefnunum sem ég vil beita mér fyrir þá þyngist róðurinn.  Ég gæti auðvitað reynt að takmarka mig við það sem ég hef þokkalegt vit á þe þjónusta samfélagsins og málefni íþróttahreyfingarinnar en ég gæti líka opnað upp á gátt og sagt ég vilji veg jöfnuðar í samfélaginu sem mestan.  Og auðvitað vil ég kanna sem fyrst hvernig kjör við getum fengið hjá Evrópusambandinu.  En fyrst og fremst langar mig að takast á við að byggja landið okkar upp efnahagslega á ný með það í huga að einstaklingar og einstök fyrirtæki eða bankar geti ekki sett okkur í svipaða stöðu og við erum nú í. 

Og úr því að ég er kominn þetta langt er rétt að tilkynna það hér og nú, ég ætla að gefa kost á mér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.  Og búinn að safna meðmælendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband