Ósvífni forstjórans

Þorgeir Eyjólfsson forstjóri LIVE (þe Lífeyrissjóðs Verslunarmanna) stendur Gunnari Páli Pálssyni formanni sjóðsins og formanni VR ekki langt að baki í siðleysi.  Hann tekur um það bil tífalt hærri laun fyrir vinnu sína miðað við venjulegan sjóðsfélaga í LIVE og að auki virðist hann fá smávegis bílafríðindi.  Í DV í dag svarar hann spurningu blaðamanns um bílafríðindin því að þetta sé hluti af hans starfskjörum.  Það í sjálfu sér væri allt í góðu EN það tekur venjulegan sjóðfélaga í Lífeyrissjóði Verslunarmanna töluvert mörg ár að vinna fyrir þessum hluta starfskjara forstjórans.

Er ekki nær fyrir manninn að leita sér að annarri vinnu - hann ber ábyrgð á því að hafa tapað 30 milljörðum úr Lífeyrissjóðnum mínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband