Það er svo undarlegt.......

Það er skrýtið að vera í framboði þar sem einn meðframbjóðandinn hefur í slíkum hótunum við formann flokksins og forsætisráðherra að hinn brosmildi besservisser á RÚV sér sig knúinn til að kynna þennan frambjóðanda sérstaklega í þætti hjá sér.

Það er lika skrýtið að vera í framboði þar sem tveir meðframbjóðendur velja það að hafa sérstakan blaðamannafund til að tilkynna að þessir tveir frambjóðendur  hefðu ákveðið að lenda í 1. og 2. sæti í prófkjörinu.

En undarlegast er þó að fjölmiðlafólkið hoppar í þessa drullupolla með þessum þremur frambjóðendunum, okkur hinum til gleði og ánægju.  Þetta sama fjölmiðlafólk er nefninlega alltaf að tala um hvað sé lítil endurnýjun í flokkunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Við gamlir blaðamenn!! Af hverju ertu með þennan skít út í fjölmiðlafólk? - Dullupollar hvað? - Styð þig samt.

Haraldur Bjarnason, 3.3.2009 kl. 16:53

2 Smámynd: Hörður J Oddfríðarson

Þakka þér fyrir kveðjuna kæri vin - enginn sérstakur skítur út í fjölmiðlafólk, veit að langflestir í þeim hópi er að vinna vinnuna sína vel.  Finnst samt vanta í þessum hraða fjölmiðlaheimi meiri eftirfylgni og ítrekaðar spurningar þegar ekki er svarað í fyrstu umferð.

Manstu svo hvað það var gaman að hoppa í pollana hér í eina tíð helst uppábúinn?

Hörður J Oddfríðarson, 3.3.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband