9.3.2009 | 00:19
Ingibjörg hættir! Jóhanna tekur við?
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er hætt afskiptum af stjórnmálum í bili að minnsta kosti vegna heilsubrests. Það eru ekki góðar fréttir. Ég var að vísu ósáttur við blaðamannafund þeirra Ingibjargar og Jóhönnu fyrir rúmri viku en það er ekki gott þegar samherji hverfur frá í miðju kafi vegna vanheilsu. Ég vona að Ingibjörg nái heilsu sinni sem fyrst og hlakka til að sjá hana aftur í stjórnmálastarfi.
Þá kemur auðvitað upp spurningin hver á að taka við. Það liggur fyrir að við í Samfylkingunni höfum gengið að því sem vísu að Jóhanna Sigurðardóttir færi fram sem forsætisráðherraefni flokksins. Þess vegna finnst mörgum það nánast formsatriði að Jóhanna taki við formennsku í flokknum við þessar aðstæður. Mér finnst það einnig. Þrátt fyrir það að hún hafi þvertekið fyrir það í dag vona ég að hún endurskoði afstöðu sína og breyti svari sínu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki nær að Valgerður Sverridóttir taki við flokknum hjá ykkur til að koma honum á eh skrið ?
Ágúst J. (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 10:38
Er sammála Herði að Jóhanna eigi að taka við formennsku flokksins....Vona að þú komist á þing Hörður;) þar sem ég þekki aðeins til fyrri stjórnunarstarfa þinna... Þú átt alla vega eitt atkvæði frá mér!
Kolbrún Albertsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.