11.3.2009 | 16:12
Næst er það Lífeyrissjóðurinn
Til hamingju VR félagar með nýja stjórn og nýjan formann. Næsta skref er að hreinsa til í Lífeyrissjóði Verslunarmanna. Þar hefur fólk vaðið yfir okkur sem erum sjóðsfélagar á skítugum skónum og sóað fjármunum okkar. Það má ekki misskilja mig, ég er ekki að tala um almenna starfsmenn sjóðsins, heldur forstjóra hans og stjórn stjóðsins. Það má líka gjarnan koma atvinnurekendum úr endanlega stjórn sjóðsins, vera þeirra þar skapar tortryggni og býður upp á ófaglegar ákvarðanir umfjárfestingar.
Kaupþingsmálið vó þungt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér þar félagi, eins og talað frá mínu hjarta.... Það er gríðarlega mikilvægt að HREINSA vel út liðið sem hefur séð um ávöxtun Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna! Ég óska þér góðs gengis í framboði þínu hjá Samfylkingunni, þeim mun meiri endurnýjun hjá ÖLLUM flokkum, þeim mun betra samfélag held ég að við fáum. Ég vona að kjósendur Samfylkingarinnar beri gæfu til að hleypa að nýju fólki!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 11.3.2009 kl. 16:26
Menn verða nú að gæta þess að atvinnurekendur eiga ákveðinn rétt til setu í stjórn lífeyrissjóða þar sem meirihluti inngreiðslna kemur frá þeim í mótframlagi. Þeir sem leggja til fjármagnið eiga auðvitað að fá að hafa hönd í bagga með ráðstöfun þess. En það þarf að koma í lög að lífeyrissjóðum sé óheimilt að fjárfesta í öðrum verðbréfum en þeim sem tryggð eru að fullu með ríkisábyrgð. Þannig má koma í veg fyrir að glæpamenn eins og hinn brottrekni formaður VR séu að spila fjárhættuspil með fjármuni almennings í eigin gróðaskini.
corvus corax, 11.3.2009 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.