Að sjálfsögðu

Það er öllum sem vilja kannast við ljóst að til þess að ná trausti út á við á ný verðum við að fá erlenda aðila inn í eignarhald bankanna.  En við eigum líka að gæta þess að íslenska ríkið eigi virkan hlut í bönkunum, amk meðan það ábyrgist innistæður þeirra.  Svo er nauðsynlegt að gæta þess að ævintýra- og óreiðumenn eins og Davíð Oddson og félagar sitji ekki að öllu stýrikerfinu og dragi okkur út í mýri.  Síðast en ekk síst væri ráð að almenningur á Íslandi fengi sent hlutabréfin sín því fjármálaráðherra, hver sem hann er, er ekki treystandi til að fara með hlut almennings, hvorki í bönkum né öðrum fyrirtækjum í eigu eða hlutaeigu íslensku þjóðarinnar.
mbl.is Erlendir kröfuhafar eignist hlut í bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband