Siðlaus gjaldþrot - hvar var eftirlitið?

Það er dálítið undarlegt að fá fréttir af gjaldþrotum einstakra útrásarvíkinga og fyrirtækja þeirra.  96 milljarðar persónulega hjá Björgúlfi og 317 milljarðar hjá Baugi.  Það sem er undarlegt er hversu langt þessir einstaklingar og fyrirtæki þeirra hafa fengið að ganga án athugasemda þeirra aðila sem áttu að fylgjast með.  Kannski eru lögin okkar svona illa farin eftir framsóknarflokkinn og íhaldið að eðlilegt eftirlit er með öllu óframkvæmanlegt.  Það væri þá kannski ráð fyrir þá félaga Sigmund Davíð og Bjarna Ben og fylgisveina þeirra að fara að vinna með stjórnarflokkunum í að koma böndum á siðleysið.  Svona um það bil sem þeir hætta að trufla ríkisstjórnina við að moka eftir þá flórinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband