Frábær fundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík

Var á fundinum áðan og upplifði Samfylkinguna.  Frábær upplifun að finna að Flokkurinn er einhuga um að slíta þessu vonlausa samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.  Ég lagði til við Lúðvík frænda minn Bergvinsson að hann færi beint af fundinum og boðaði þingflokksfund og á á dagskrá ætti að vera að hætta stuðningi við ríkisstjórnina.  Ég lagði reyndar líka til að skilyrði fyrir því að Samfylkingin tæki að sér starfsstjórn yrði að henda bankastjórn Seðlabankans kl. 08:00 í fyrramálið og á sama tíma ætti að hreinsa til í Fjármálaeftirlitinu.  Að auki ætti setja alla ráðuneytisstjóra af.

Hrannar B Arnarson sagði það vera populisma að ráðast gegn embættismannakerfinu.  Það má vel vera en það væri táknræn aðgerð því allir þessir ráðuneytisstjórar hafa verið ráðnir vegna flokkskírteinis ekki hæfileika.  Það er reyndar mjög líklegt að flestir þeirra séu ágætlega hæfir og gætu með góðu móti sótt aftur um starfið þegar það væri auglýst.  Það væri þá hægt að meta hæfileika þeirra.  Fyrr njóta þeir ekki trausts.

En talandi um þingflokkinn þá er ekki líklegt að þingmennirnir taki frumkvæðið.  Þýlyndið er þannig.  En maður getur vonað.


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er til einskis að hrófla upp nýrri stjórn í sama hvaða formi sem er ef ekki verður skilið milli lögjafavalds og framkvæmdavalds strax. Það er akkilesarhællinn. Hér er ekki lýðræði á meðan og þingið getur illa eða ekki orðið að kröfum fólksins. Nú ríkja ráðherrar yfir þingi en ekki öfugt. Ef þetta yrði gert hyrfu ráðherrar úr þingsal. Væru ekki þingmenn og hefðu ekki úrslitavald. Það er lýðræði. Ef samfylkingin stæði að slíku í stað þess að steypa okkur áfram inn í sömu gölluðu stjórnskipunina, þá fengi hún prik frá mér. Fyrr ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband