Óhæfur saksóknari efnahagsbrota

Saksóknari sem ekki getur orðað ákæru til Hæstaréttar nógu skýrt til að ljóst sé hvað ákært er fyrir er auðvitað óhæfur saksóknari efnahagsbrota.  Enda hefur enginn þeirra sem grunaðir eru um að hafa rænt íslensku þjóðina verið kallaðir til yfirheyrslu hvað þá að þeir séu settir í gæsluvarðhald meðan rannsókn fer fram.  Nei þeir fá ráðrúm til að tína saman brotin sín og hirða upp sitt illa fengna fé. 

Nú eru liðnir ríflega 100 dagar frá því að ljóst varð hvers kyns fjárglæframennska var stunduð í skjóli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlits með fulltingi forsætis- og fjármálaráðherra og með velþóknun utanríkisráðherra og allir þeir sem fóru með stjórn fjárgllæfrafyrirtækjanna hafa haft gott ráðrúm til að koma gögnum undan og fela slóðina.  Og saksóknari efnahagsbrota einbeitir sér að stílæfingum sem hann fær Hæstarétt til að fara yfir.

 Það er ljóst að saksóknari efnahagsbrota er jafnóhæfur og margir aðrir opinberir embættismenn sem hafa fengið ráðningu undanfarinn áratug út á flokksskírteini í Sjálfsstæðisflokknum eða Framsóknarflokknum.

Þetta er það sem Samfylkingin lofaði að berjast gegn, en því miður gekk í björg einkavinanna í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins.  Formaður Samfylkingarinnar gerði sér meira að segja sérstaka ferð í Kastljós Sjónvarpsins til að verja gjörðir fjármálaráðherra.  Og Jóhanna Sigurðardóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Kristján Möller, Björgvin G. Sigurðsson og Össur Skarphéðinsson sitja hljóð og stillt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband