Ný ríkisstjórn og þingræði?

Nú þegar hyllir undir nýja ríkisstjórn þá er nauðsynlegt að hnykkja á nokkrum mikilvægum atriðum.  Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að ríkisstjórnin segi þjóðinni nákvæmlega hvernig staðan er og upplýsi hvaða áætlun verður sett í gang.  Í öðru lagi væri snjall leikur hjá nýjum forsætisráðherra  Jóhönnu Sigurðardóttur að halda upplýsingafundi fyrir blaðamenn einu sinni til tvisvar í viku til að upplýsa þjóðina um gang mála.  Það myndi líka koma í veg fyrir að hún einangraðist.  Í þríðja lagi þarf að losa um embættismannakerfið hvar íhaldið og framsókn hafa á undangengnum árum plantað sérstökum vildarvinum sínum. Í fjórða lagi þurfa þingmenn Samfylkingar og VG að standa í lappirnar og sjá til þess að fram á vor ríki hér þingræði en ekki ráðherraræði.

Það er heldur engin ástæða til að kjósa fyrr en í seinni hluta maímánaðar.  Þar ráða ýmsir hagsmunir.  Ný ríkisstjórn þarf 80 til 100 daga til að hreinsa til eftir dugleysi Geirs og félaga.  Flokkarnir þurfa allir að hafa tíma til að halda landsfundi og koma skipulagi sínu heim og saman. Þeir sem vilja koma nýjum framboðum að þurfa að minnsta kosti þann tíma og síðast en ekki síst að margt ungt fólk er í prófum í lok apríl og byrjun maí og þetta unga fólk á rétt á því að geta látið til sín taka í kosningabaráttunni og á listum framboðanna.  Þetta er fólkið sem þarf að borga óreiðuskuldirnar eftir einkavini framsóknar og íhalds.

Fram undan eru tímar niðurskurðar í fjármálum ríkisins og mikið versnandi afkoma fjölskyldna og fyrirtækja í landinu.  Það væri því að æra óstöðugan ef Framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn næðu meirihluta hér að loknum kosningum í vor.  Það væri ansi voldugur fingur sem þjóðin fengi við það.  Það verður því nauðsynlegt að tryggja góða útkomu Samfylkingarinnar og VG í vor. En það þýðir líka að þessir tveir flokkar verða að standa sig fram að kosningum - annars er að litlu að hverfa hér á Íslandi í náinni framtíð.

LIFI BYLTINGIN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Sveinsson

Sæll, ert þú að fara í tíkina?

Ólafur Sveinsson, 30.1.2009 kl. 10:00

2 identicon

Ja kannski maður ætti að skella sér - það verður varla verra að hafa mig í pólitík en þá sem nú sitja - eða hvað?

Hörður J. Oddfríðarson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband