Fáráðar í Framsókn?

Hversu spilltur þarf einstaklingur að vera til að verða formaður Framsóknarflokksins?  Hversu illa raunveruleikatengdur þarf maður að vera til að vera í stjórn þess sama flokks?  Hversu óheiðarlegur þarf maður að vera til að vera þingmaður Framsóknarflokksins?

Þetta eru spurningarnar sem maður heyrir þegar þessi ótrúlega staða er komin upp:  Fyrst kemur formaður Framsóknarflokksins með tilboð um að verja minnihlutastjórn ríkisstjórnar Samfylkingar og VG falli.  Þá sagði hinn óreyndi fulltrúi Finns Ingólfssonar (les. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) að Framsóknarflokkurinn vildi sækja sér frekara umboð til kjósenda áður en þeir settust í ríkisstjórn.  Næst kemur upp undarlegt skilyrði um kosningardag og virðast vilja koma í veg fyrir eðlilega lýðræðsilega kosningabaráttu.  Og nú er kominn upp þessi frábæra staða að þeir neita að koma þessari ríkisstjórn af stað nema Framsóknarflokkurinn ákveði hvaða leiðir verða farnar í efnahagsmálum þjóðarinnar.  Framsóknarflokkurinn sem á helmingshlut í efnahagslegu hruni Íslands.

Það liggur við að maður geti tekið undir þegar maður heyrir fólk spyrja; "hversu mikill fáráður þarf maður að vera til að vera framsóknarmaður?".  Eða verður maður einfaldlega að gera ráð fyrir að Framsóknarflokkurinn ætli að halda áfram að styðja við spillinguna í landinu og gæta að hagsmunum stóreignamanna - þeirra sömu og flokkurinn gaf Búnaðarbankann, VÍS og Landsímann?

Er ekki kominn tími til að losa okkur við þessa óværu sem herjar á Ísland.


mbl.is Þríeykið þingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hlýtur að hafa verið blindfullur þegar þú skrifaðir þennan pistil maður.  Þú ættir að vita að þjóðin syndir núna það mesta björgunarsund sem hún hefur staðið frammi fyrir.  Því þarf að vanda til þessarar aðgerðaráætlunar, það dugar ekki ein bls. úr stílabók með fyrirsögnun eingöngu.

ÞJ (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband