Hvar er Ríkislögreglustjóri?

Hvernig er það eiginlega með lögregluna í þessu ágæta landi? 

Meðan vímuefnafíkinn útigangsmaður er dæmdur til fangavistar vegna samlokustuldar þá virðast "góðmennin" fá að vaða uppi. 

Nú virðist vera að koma í ljós að "góðmennin" hafa falið fé sitt víðs vegar um heiminn og þá helst þar sem erfitt er að komast að þeim.  Og Ríkislögreglustjóri og hans fólk í efnahagsbrotadeildinni hreyfir sig ansi hægt.  Þau ætla kannski að bíða eftir því mogginn upplýsi málin.  Þá bjargast vinir Ríkislögreglustjóra "góðmennin" fyrir horn og málin fyrnast, hægt verður að koma fénu betur fyrir og "góðmennin" eiga þá eitthvað til framfærslu í framtíðinni, því það verður sjálfsagt erfitt fyrir þau að fá sér venjulega heiðarlega vinnu á Íslandi eða annarsstaðar eftir allt sem á undan er gengið.

Annars hafa "góðmennin" sum hver lýst því yfir að þau vilji hjálpa Íslandi út úr fjármálakreppunni og nýta sambönd sín og þekkingu. 

Það er þá nauðsynlegt að spyrja fyrirfram hvað sú hjálp á að kosta, hversu heiðarleg samböndin eru og hvort þekking þeirra leiði okkur sem þjóð ekki út ennþá meiri ógöngur.


mbl.is Leynifélög Ólafs vistuð á Tortola
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband