5.3.2009 | 09:58
Bankaleyndin óþörf
Á tímum þar sem viðkvæðið er að allt eigi að vera upp á borðum og ekki eigi að persónugera neitt liggur það í augum uppi að bankaleynd er óþörf. Enda höfum við íslendingar ekkert að fela.
Þeir sem skulda upp fyrir haus vegna hrunsins mæta skilningi, þeir sem standa með sitt á þurru mæta skilningi og þeir sem eiga eitthvað fé eða eignir þurfa að gera grein fyrir því hvernig þeir eignuðust það og hvar þeir geyma það.
Það er kannski helst það síðasttalda sem gæti verið viðkvæmt. En nauðsynlegt að fá það fram.
Bankaleynd verður afnumin með öllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jæja já... ég get vel fallist á að hinn sérstaki saksóknari geti komist inn fyrir bankaleynd líkt og fram kemur í fréttinni, en fyrir hverju ert þú að mæla? Algerri afléttingu bankaleyndar á Íslandi?
Fyrirgefðu en þér kemur andskotann ekkert við hvað ég á eða skulda.
Páll Jónsson, 5.3.2009 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.