Hvaða erindi áttu inn á þing?

Þetta var spurning sem fékk um daginn. 

Svarið er til að breyta vinnulagi á þinginu, til að taka á í heilbrigðismálum og ekki síst til að taka á í atvinnu og efnahagsmálum.

Ég  er á því að það eigi að setja þak á verðtryggingu lána til þess að fólkið í landinu sjái fram úr skuldum sínum. 

Ég er á því að taka upp viðræður við Evrópusambandið, því það tryggir okkur efnahagslega í framtíðinni gegn svona algeru hruni eins og við stöndum frammi fyrir nú.  Við þurfum líka að vera með gjaldmiðil sem  ekki breytist reglulega í efnahagslega hengingaról.

Stóriðjan er ekki eini raunhæfi kosturinn í atvinnumálum, fleiri og smærri fyrirtæki eru oft vænlegri kostur og umhverfisvænni.

Í heilbrigðismálum þurfum við að þora að taka upp umræðu um hvaða þjónustu við viljum að samfélagið fjármagni að fullu.  Við eigum að tryggja að heilbrigðiskerfið okkar sé fyrir alla íbúa landsins óháð efnahag.  Þarna þarf heilbrigðisstarfsfólk að koma með í þessa umræðu - þar liggur og þar liggur getan. 

Alþingi þarf að standa í lappirnar gagnvart framkvæmdavaldinu og ráðherrar eiga ekki að vera þingmenn.  Forseti þingsins á að standa með þinginu gegn ráðherraræðinu.  Við verðum að eiga kost á því að senda einstök mál í þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að eiga hættu á meiriháttar stjórnmálakreppu í hvert skipti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband