Stemming á landsfundi

Það er alltaf gaman að koma á landsfund Samfylkingarinnar.  Þar hittir maður vini og félaga til margra ára og svo fólk sem maður sér sjaldnar en finnur samt fyrir hlýju og notalegheitum nálægt.  Svo skemmir ekki þessi skemmtilega og uppbyggjandi umræða sem fram fer í nefndunum.  Hlakka til dagsins í dag því í dag skiptum við um formann Samfylkingarinnar og kjósum okkur nýjan varaformann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er alltaf stemming á landsfundum stjórnmálasamtaka og ákveðin tilhlökkun og spenna um að eitthvað óvænt gerist.

Ég er er nú ekki í neinum stjórnmálaflokki en á gamla félaga í Samfylkingunni og VG sem hef ég hef mætur á. Svo eru menn í Framsókn og Sjálfstæðisflokki sem eru kunningjar mínir. Þekki til í Frjálslyndum. Svo á ég náttúrlega mikið af Eldhúsáhöldum.  Það má segja að þetta sé svona dreifð málefnaleg innkoma í alla stjórnmálaflokka. Það er vegna áhættunnar!!! Ef einhversstaðar yrði mikið tap!! Dreifð aðild?

Bestu kveðjur og farið ykkur ekki að voða. Best er að hafa gaman af þessu og láta sjálfan mann halda að maður sé að gera gagn sem maður er náttúrlega að gera þegar stjórnmálum er sinnt.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 28.3.2009 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband