Frábært

Það er mikill fengur í Evu til að rannsaka óþverrann sem hefur lifað í skjóli hins svokallaða "frjálsa hagkerfis".  Það hefur sjaldan verið jafnljóst hversu rangt Hannes Hólmsteinn og meðreiðarsveinar hans höfðu fyrir sér um hinn frjálsa markað sem þeir sögðu að þyrfti ekki eftirlitskerfi, markaðurinn myndi sjá um það sjálfur, markaðurinn þyrfti ekki reglur og lög. 

Við getum séð það á atburðum nýliðinna ára hversu rangt þetta var.  Og í skjóli þessa blómstraði starfssemi sem í besta falli var rétt utan við hið löglega en að mestu leyti er líklega langt utan þess sem er löglegt og siðlegt.  Og þeir einstaklingar sem þar blómstruðu og söfnuðu sér auði sem falinn er víðsvegar um heiminn eru örugglega ekki öðru vísi en erlendir kollegar þeirra sem gæta hagsmuna sinna oft með hótunum og ofbeldi.  Og njóta of oft stuðnings spilltra stjórnmálamanna.


mbl.is Joly sérstakur ráðgjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband