Dæmum varlega!

Var gerð tilraun til að hengja bakara fyrir smið? 

Getum við sett mælikvarða 2009 á verk fólks 2006? 

Það er auðvitað þannig að árið 2006 láku fjármunir nánast úr öllum opum fyrirtækja og einstaklinga og fólk og samtök fóru um héruð til að sækja styrki til útrásarfyrirtækja og banka.  Leikfélög, mannúðarsamtök, stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar nutu góðs af. 

Það er auðvitað hægt að spyrja hversu siðlegt það er fyrir stjórnmálamann að þiggja upphæðir sem nema jafnvel fjórum til átta meðalmánaðarlaunum venjulegs verkafólks. 

En gleymum því ekki að stjórnmálaflokkarnir, þeir sem voru þar í forystu en ekki síður við hin sem skipum fótgönguliðið öttum þessu fólkið útí rándýr prófkjör. 

Það vorum við sem raunverulega ákváðum að hafa ekki hámark á þeim styrkjum sem fólkið mátti fá. 

Við settum ekki þak á það hvað mætti eyða í slíka baráttu osfvr. 

Þess vegna er það galin hugmynd að gera einstaklinga ábyrga fyrir því andrúmi sem ríkti fyrir þremur árum. 

Byrjum á því að kalla eftir því að allir stjórnmálaflokkar og allir þeir einstaklingar sem tóku þátt í prófkjöri árið 2006 opni bókhaldið sitt - dæmum svo.


mbl.is Engar breytingar í RN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Rétt ábending,enda voru engin lög brotin,en það er alltaf spurning um siðblindu,ekki satt,er það ekki smá ögurmæli,þegar fyrirtæki styrkja stjórmálaflokka um 20 til 30 miljónar króna,???Er ekki smá skítalygt af svo stjörnu háum upphæðum,???þótt það sé ekki lög brot,en siðlaust er það nú,eru ekki mikla líkur á að þeir sem leggja svona stórar upphæðir,telji sig nú eiga stóran greiða inn,??? þó við komandi stjórmálaflokkur myndi ekki veita neina fyrirgreiðslu,þá fylgir alltaf svolítill grunur því miður,(ef þetta væri gert erlendis,þá væri þetta kallað múturfé,veit ekki hvað íslendingar kalla þetta,senni lega vinagreiði,?veit ekki.)En einn er öruggt í mínu augu,þetta er mjög siðlaust,en til að komast fyrir svona lagað,þá er nú búið að breyta þessum reglum,svo við horfum bara fram á bjarta framtíð,það þýðir ekkert annað, Gleðilegt sumar,Hörður.

Jóhannes Guðnason, 28.4.2009 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband