3.7.2009 | 09:39
Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi
Ţá er stćrsta sundmóti ársins lokiđ og búiđ ađ yfirfara öll úrslit. Ég má auđvitađ ekki taka afstöđu en sem fyrrverandi formađur Sundfélagsins Ćgis varđ ég örlítiđ glađur ađ sjá uppbygginguna hafa tekist ţađ vel hjá félaginu ađ ţau náđu ađ landa titlinum. Enda kemur ţađ allri sundhreyfingunni til góđa. Ég man ekki til ţess á síđari árum ađ félög skiptust á ađ leiđa stigakeppnina eins og gerđist á Akureyri um síđustu helgi. Hvađ ţá ađ úrslitin snerust um innan viđ 60 stig.
Á mótinu syntu 292 einstaklingar sem stungu sér 1612 sinnum í laugina á fjórum dögum. Ţetta voru 118 greinar sem keppt var í og spenna í ţeim öllum. Varlega áćtlađ hafa ţá 200 ţúsund metrar veriđ syntir á ţessum dögum. Skemmtilegt.
Nćstu verkefni SSÍ eru Evrópumeistaramót unglinga í Prag, Ólympíuhátiđ Evrópućskunnar í Tampere og Heimsmeistaramótiđ í 50 metra laug sem fram fer í Róm. Í Róm fer einnig fram ţing Alţjóđasundssambandsins, en ţar er hver höndin upp á móti annarri mikil valdabarátta sem á sér stađ. Viđ hér á Íslandi erum sem betur fer í miklu og góđu sambandi viđ hin Norđurlöndin og flest Evrópsku smáríkin og höldum okkur frekar til hlés ađ ţessu sinni. en hver veit, kannski viđ getum kennt stćrri ţjóđunum eitthvađ um lýđrćđi og samvinnu.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.