Áhugavert

Það er áhugaverð hugmynd sem Sigurður G. Guðjónsson lögmaður reifar þegar hann tala um að upphaflegir samningar eigi að standa.  Það verður skemmtilegt að fara í bankann á morgun (þe nýja bankann) og benda þeim á að þeir séu búnir að hafa af mér fé síðan í október að minnsta kosti.  Maður nær þá endunum saman þessi mánaðamótin.  En mér segist svo hugur að bankastjórar hafi ekki breyst mjög mikið - bankinn minn mun örugglega benda mér á það að mér beri að greiða það sem honum hentar að öðrum kosti sitji ég upp með lokaða reikninga, lokuð kort og aukakostnað sem nemur tugum eða hundruðum þúsunda vegna lögfræðikostnaðar og fleira.

Ég var í Borgarfirðinum í dag - var í berjamó með minni heittelskuðu og fannst merkilegur munur á sumarbústaðnum sem byggður var á stríðsárunum og fjölskylda konunnar minnar nýtir og svo einbýlishúsinu sem Sigurður (fyrrverandi starfandi stjórnarformaður í bankanum mínum) Einarsson er að láta byggja fyrir sig hinum megin við Norðurá.  Og bankinn minn heldur áfram að láta mig greiða aukakostnaðinn sem er afleiðing af gerðum umrædds Sigurðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband