Axlabönd og belti lánveitanda

Það er haft fyrir satt í einhverjum fjölmiðlinum að bankarnir hafa eindregið lagst gegn frumvarpi um bætta stöðu skuldara sem Lilja Móses­dóttir er fyrsti flutnings­maður að.  Samkvæmt frumvarpinu á krafa lánar­drottins á skuldunaut að falla niður, fáist andvirði veðsins ekki við nauðungarsölu hinnar veðsettu eignar og ekki má ganga að öðrum eigum lántakandans.

Það er ósköp eðlilegt að þær stofnanir og fyrirtæki (og arftakar þeirra oft auðkenndir með "Nýja/i"), sem hafa lifað á því í gegnum tíðina að hafa fé af venjulegu fólki á siðlausan hátt, leggist gegn því að matarholunni þeirra verði lokað.  Þá þyrfti jafnvel að lækka laun yfirmanna þeirra niður í laun forsætisráðherra og öll fríðindin gætu verið af þeim tekin.  Og ekki má gleyma því að lögfræðideildirnar gætu skroppið saman. 

Kannski sitjandi Alþingi láti svo lítið (svona mitt í Icesave ruglingi framsóknar og íhalds) að reyna að finna leiðir til að jafna aðstöðu lánveitenda og venjulegra lántakenda þannig að þeir síðarnefndu séu ekki látnir standa undir oflaunum stjórnenda bankastofnanna í landinu.

En svo snýst þetta líka um félagsskapinn sem Lilja Mósesdóttir velur sér.  Hún flytur þetta frumvarp með nokkrum öðrum framsóknarmönnum úr þremur flokkum.  Það man kannski enginn eftir því að það var framsóknarflokkurinn ásamt íhaldinu sem kom bönkunum í þessa stöðu að geta gengið að venjulegu fólki og handrukkað það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband