1.10.2009 | 22:33
Klaufabárðarnir
Þeir voru svona eins og tékknesku klaufabárðarnir Sigmundur váboði Kögunarson og Höskuldur fimm mínútuformaðurinn og Noregsfari þegar þeir gerðu sér erindi í forsætisráðuneytið í gær, töluðu við dyravörðinn og veittu svo fjölmiðlum viðtal. Og erindið, jú að segja frá því að nýkjörinn þingmaður framsóknarflokksins í Noregi vill endilega að lána íslendingum 2.000.000.000.000,00 þe tvö þúsund milljarða. Þess má geta svona í framhjáhlaupi að framsóknarflokkurinn í Noregi er með 6,2% fylgi og ekki víst að flokkurinn verði í aðstöðu til að bjóða svo rausnarlega aðstoð. Enda kom í ljós að talsmönnum norsku Samfylkingar og norska VG var ekki skemmt og útilokuðu aðra aðstoð en þá sem fylgir áætlun AGS líkt og þeir hafa gert áður á þessu ári.
Það er annars að frétta af klaufabárðunum í Framsókn að þeir sækjast eftir því nú að komast í fjölmiðla til að segja frá því hvernig íslenska ríkisstjórnin hafi klúðrað stóra norska láninu. Þetta eru kannski vinnubrögðin sem á að viðhafa ef klaufabárðarnir komast í ríkisstjórn - ljúga upp atburðarás og kenna svo öðrum um að hafa klúðrað. Vona bara að þeir komist aldrei í ríkisstjórn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.