Nú þarf SÁÁ á öllu sínu fólki að halda

Hér fyrir neðan er grein sem birtist á saa.is. 

Félagsfundur verður haldinn í Von, þriðjudaginn 6. október klukkan 20:00. Nú er Stórfundurinn á miðvikudaginn 7. október og til að taka lokahnykkinn á undirbúninginn og þjappa saman hópnum, þá er boðað til skrafs og ráðagerða. Allar góðar hugmyndir og vinnufúsar hendur eru vel þegnar. Nú látum við hendur standa fram úr ermum.Þegar miklir erfiðleikar steðja að, reynir á siðferðisþrek okkar og samfélagsvitund og hið rétta eðli okkar kemur í ljós. Við þær aðstæður kemur líka í ljós hverjir eru hinir sönnu bandamenn og vinir. Við lifum nú á slíkum tímum og á næstunni verður það hlutverk allra siðaðra manna og kvenna að líta í kringum sig og berjast fyrir lítilmagnann um leið og reynt er að bjarga því sem við teljum verðmætast. Þegar skip sekkur er það háttur siðaðra manna að stilla sig og hemja og leyfa konum og börnum að fara fyrst í björgunarbátana. Smellið á til að sjá ávarp Þórarins Tyrfingssonar frá síðasta félagsfundi, þann 29. september sl.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband