Burt með óhæft fólk

Nú þegar búið er að víkja forstjóra og stjórn FME er rétt að halda áfram og losa okkur við óhæfa bankastjórn og bankaráð Seðlabankans.

Það væri verulega gott ef Davíð Oddsson treystir sér út í pólítík á ný, þannig væri hægt að kjöldraga hann fyrir öll þau pólítísku mistök sem eftir hann liggja á löngum stjórnmálaferli.

Annars fer að verða spurning um að kalla saman Landsrétt og rannsaka landráð af fullri alvöru.

LIFI BYLTINGIN


mbl.is Mótmælt við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Burt með davíð og hans hirð.   Og burt með óhæfa ríkisstjórn, lifi eldhúsáhaldabyltingin.     Gaman að sjá þig eftir mörg mörg ár, ég var að vinna á Grensásbæ.  Kaffistofu leigubílstjóra fyrir u.þ.b 11 árum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.1.2009 kl. 01:55

2 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ég held við verðum að bera okkur að eins og norðmennirnir eftir stríð.

Fyrst komum við okkur á lygnan sjó og svo tökum við við að sortera út og afgreiða quislingana því það er alveg klárt að einhverjir munu þurfa að bera ábyrgð. Það er ekki hefnd heldur réttlæti og forvörn. Seinni tíma ráðamenn munu geta haft þá útkomu að leiðarljósi við ákvarðanatöku sína, vitandi að það eru takmörk fyrir því hvað þeir geta ákveðið upp á eigin spýtur og hvar þarf að leita samráðs við þá aðila sem málin varða svo sem alþingis og eða hagsmunaaðila. Tími ráðherraeinræðis og geðþóttaákvarðanna þarf að verða hluti sögunnar, eitthvað sem við getum skemmt okkur yfir á þorrablótum framtíðarinnar eða á leiksviðinu. Merkilegt annars hvað Deleríum Búbonis kemur oft upp í hugann....

Hjalti Tómasson, 26.1.2009 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband