óVirðing og Ranglæti

Það er auðvitað með ólíkindum að Gunnar Páll Pálsson skuli komast upp með svipaða aðferðafræði inn í VR og Lífeyrissjóði Verslunarmanna og Davíð Oddsson í Seðlabankanum - að sitja þar til á hann sannast sóðaskapurinn, þó allir aðrir sjái óþverran. 

Á meðan getur hann hirt meira fé af okkur sem erum sjóðsfélagar í LIVE (fáránlegt nafn á Lífeyrissjóði Verslunarmanna) og haldið áfram að makka með atvinnurekendunum vinum sínum.  Það er nefnilega þannig að ATVINNUREKENDUR skipa hálfa sjóðsstjórnina og geta misfarið með fé og eignir sjóðsins ef þeim sýnist svo, sérstaklega ef siðlitlir einstaklingar eins og Gunnar Páll sitja þar með þeim.

Það sem þeir hafa sér til réttlætingar er að svona séu bara lögin og þeim beri að sitja þarna samkvæmt samþykktum sjóðsins og sjóðunum beri að fara að fjárfesta á ákveðinn hátt.  En hafi þeir ekki tekið eftir því þá er það með öllu óviðunandi árið 2009 að sjóðsfélagar í Lífeyrissjóði Verslunarmanna kjósi ekki úr sínum röðum sjóðstjórn.  Það er með öllu óviðunandi árið 2009 að atvinnurekendur séu eitthvað að fikta í lífeyri venjulegs fólks, því það hefur sýnt sig að flestum þeirra er varla treystandi fyrir eigin fé hvað þá annarra.  Það er líka óviðundandi að stærsta verkalýðsfélag landsins sjái ekki sóma sinn í að vinna eftir lágmarksleikreglum lýðræðisins.

Þess vegna var það ósköp undarlegt að félag með mörg þúsund félagsmenn skuli kalla til trúnaðarráð og trúnaðarmenn, rétt rúmlega eitthundrað einstaklinga til að hafa óeðlileg áhrif á kosningu formanns.  Sérstaklega á þetta ekki við núna þegar formaður félagsins hefur orðið uppvís að ótrúlegu siðleysi og jafnvel glæpsamlegu athæfi (tek það fram að það er ósannað) og með því tapað milljörðum af lífeyri félagsmanna.

Um framgöngu Þorgeirs Eyjólfssonar framkvæmdastjóra LIVE væri svo hægt að skrifa langan pistil sem kannski kemur seinna.

LIFI BYLTINGIN


mbl.is Gunnar Páll fékk þorra atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

Jæja Hörður minn Það er að verða með þig eins  sem ganga með Þingmanninn í maganum að það er ekki skoðanirnar sem sigra heldur tæknin,en við skulum vera góðir við Hr Davið

Ásgeir Jóhann Bragason, 28.1.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband