Lokadagur prófkjörs.

Jæja þá eru það síðustu metrarnir í þessu prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. 

Ég er nokkuð ánægður með undirtektir við framboðið mitt og stóð allar áætlanir um kostnað. 

Ég hafði sett mér að eyða ekki meira en eitt hundrað þúsund krónum í þetta ævintýri og niðurstaðan verður vel undir því líklega um það bil 65 til 70 þúsund, sem ég greiði af framfærslueyri fjölskyldunar. 

Ég ákvað líka að taka mér ekki frí úr vinnu til að vinna að framboðinu en náði samt að mæta á flest það sem okkur frambjóðendum var boðið upp á til kynningar. 

Eitt og annað hefði mátt fara betur í skipulagi og framkvæmd þessa prófkjórs af flokksins hálfu en við lærum af þessu og komum sterk til leiks í næsta skipti. 

Þegar á heildina er litið hefur þessi stutti tími verið skemmtilegur og gefandi og vonandi árangursríkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband