Sigur og ósigur

Heldur Arnbjörg Sveinsdóttir að breytingar á stjórnarskrá Íslands snúist um hvort Sjálfsstæðisflokkurinn og spilltir þingmenn hans hafi einhvern "sigur" í þinginu?   Því sama þingi og þeir eru búnir að lítillækka undanfarna tvo áratugi og aldrei sem nú.  Arnbjörg Sveinsdóttir ætti auðvitað að hafa í huga hagsmuni almennings á Íslandi en ekki örfárra sægreifa sem telja sig eiga auðlindir við Íslands strendur og telja sig þess umkomna að kaupa þingmenn sjálfsstæðisflokksins til liðs við sig.

Í huga Arnbjargar, Birgis Ármannssonar, Sigurðar Kára Kristjánssonar og fleiri þingmanna FLokksins snýst tilvera þeirra ekki um hagsmuni venjulegra íslendinga heldur um að vernda auðmennina sem hafa graðkað undir sig verðmætum sem íslenska þjóðin á með réttu.  Þau þurfa að vernda subbugengið sem stóð fyrir því að veðsetja íslensk heimili. 

Þingmenn sjálfstæðisFLokksins mega hafa skömm að skrípaleik sínum - sjaldan hafa þau lagst jafn lágt.


mbl.is Stjórnarskrá ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband