Kjósa núna Ingibjörg Sólrún

Það eru ýmsar spurningar sem maður fær með morgunkaffinu.  Nokkrar þeirra eru endurteknar hér, sov sem, "Er ekki kominn tími til að þingmenn Samfylkingar reki af sér slyðruorðið og segi hingað og ekki lengra?"  "Er ekki kominn tími til að ráðherrar Samfylkingar taki ákvörðun um að breyta þessari óstjórn í starfsstjórn fram að kosningum?"  "Er ekki kominn tími til að kjósa?"

Til þess að enginn þurfi að velkjast í vafa þá upplýsist það hér að ég hef verið og er eindreginn stuðningsmaður Samfylkingarinnar.  En Samfylkingarfólk sem ég umgengst vill undantekningarlaust fá að kjósa og endurnýja í þeim hópi sem fer með umboð þess í landsstjórninni.  Og er það nokkur furða þar sem Samfylkingin virkar út í frá sem hjálpartæki fyrir Sjálfsstæðisflokkinn, sá flokkur er algerlega þrotinn krafti og nýtur einskis trausts.  Samfylkingin virðist út í frá ætla að sitja með Sjálfstæðisflokknum á öllum upplýsingum um raunverulegt ástand efnahagsmála.  Formaður Samfylkingarinnar hefur orðið uppvís að því að leyna samráðherra sína upplýsingum ef marka má fréttir fjölmiðla.

Ég er því þeirrar skoðunnar að formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, eigi að sýna raunverulega pólitíska ábyrgð og ganga út úr ríkisstjórninni.  Aðrir ráðherrar gætu setið áfram í starfsstjórn fram að kosningum.  Ingibjörg Sólrún gæti með þessu náð fram ýmsum markmiðum svo sem eins og að undirbúa kosningar, hvíla sig eftir erfið veikindi og síðast en ekki síst með þessu myndi hún sýna að Samfylkingunni er treystandi pólitískt.


mbl.is Margir fengu piparúða á sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband