6.10.2009 | 00:44
Skítkast Sigmundar og undirtektir Ögmundar
Ég varð meira en lítið undrandi þegar ég sá haft eftir Ögmundi Jónassyni fyrrum ráðherra í DV að honum hefði þótt málflutningur Sigmundar Váboða Kögunarsonar formanns Framsóknarflokksins bestur í umræðum á alþingi í kvöld. Kemur þar eitt og annað til.
Í fyrsta lagi vriðist sem Ögmundi líki vel þegar Sigmundur smyr hann lofi, í öðru lagi þá töluðu í umræðunum tveir ágætir ráðherrar úr röðum VG þær Katrín og Svandís. Þær voru málefnanlegar, raunveruleikatengdar og skörulegar. Í þriðja lagi þá þvældi Sigmundur svo um skuldir og tölur að hann komst að minnsta kosti tvisvar sinnum í mótsögn við sjálfan sig í sömu ræðunni og var þar að auki dónalegur við þingforseta og í fjórða lagi þá réðst Sigmundur með heift á fyrrum kollega sína og Ögmundar á fréttastofu RÚV, með ásökunum um að fréttamenn RÚV gengju erinda Samfylkingarinnar. Ég hélt í einfeldni minni að Ögmundur væri ennþá formaður BSRB og finnst það satt að segja hjákátlegt ef hann tekur undir árásir Sigmundar á félagsfólk þar. Þetta eru ansi kaldar kveðjur frá þeim félögum til fréttafólks.
Annars voru ræður þingmanna nokkuð misjafnar. Ef frá er talin versta ræðan þe Sigmundar Váboða, þá má segja að ræður þeirra Bjarna Ben, Birgittu og Þórs í hreyfingu auk ræðu Ragnheiðar Elínar hafi átt minnst skylt við málefnanlega umræðu, þær voru fyrst og fremst skítkast og yfirklór óhæfra þingmanna. Siv, Björn Valur og Sigurður Ingi voru svona ósköp rislítil og geta gert miklu betur.
Margrét Tryggvadóttir kom mér á óvart fyrir að vera málefnanleg og það sama má segja um Þráinn Bertelsson þó það hafi ekki komið mér sérstaklega á óvart að hann væri málefnanlegur. Þorgerður Katrín átti ágæta spretti í sinni ræðu, hún var greinilega með báða fætur á jörðinni, Ólína Þorvarðar var sköruleg að vanda og Árni Páll félags- og tryggingaráðherra kom vel út og er vaxandi í starfi sínu. Jóhanna sýndi í þessari umræðu hversu hæf hún er og hvað það var einfaldlega rétt að gera hana að forsætisráðherra. Saknaði þess að heyra ekki í Steingrími J.
Annars var skrýtið að hlusta á stjórnarandstöðuna sem var bæði á móti hækkun á sköttum og niðurskurði í ríkisútgjöldum, var bæði á móti AGS og samstarfi við erlend ríki en benti ekki á neina leið út úr vandanum. Þau áttu engin svör.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Held að ræða Þórs hljóti að hafa vinningin yfir dauðasta og sálarlausasta moðið....Birgitta Siv og Sigmundur fylgja fast á eftir.
hilmar jónsson, 6.10.2009 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.