Fyrir litlar 65 milljónir

Þeir gera það ekki endasleppt Sigmundur Davíð og Bjarni Ben.  Í dag hafa þeir ítrekað ásamt Pétri Blöndal lýst því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki óskastaða í Icesave málinu.  Það er rúmri viku eftir að greiddu allir atkvæði með ústkýringum með tillögu þess síðastnefnda á Alþingi um að senda Icesave í þjóðaratkvæði.  Alveg hreint ótrúlegir kálfar þessir menn.

Ég er að vísu ekkert mikið hrifnari af mínu fólki í gær þegar nokkrir samflokksmenn mínir brugðust við gagnvart forsetanum á sama hátt og óþverragengið í sjálfstæðisflokknum árið 2004 og oftar - mér fannst Þórunn Sveinbjarnar, Sigmundur Ernir og margir fleiri fara alltof harkalega fram með því að stilla ríkisstjórninni og forsetanum upp að vegg og hóta stjórnarslitum og vilja þvinga forsetann frá vegna ákvörðunar hans. 

Þórunn, Sigmundur og aðrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa ekki leyfi til að slíta stjórnarsamstarfi vegna þess að forseti nýtir stjórnarskrárbundinn rétt sinn til að vísa málum í þjóðaratkvæði.  Þau eiga ásamt öðrum félögum sínum á þingi að lesa fjárlögin yfir aftur og reyna gera bragarbót á þeim fjölmörgu mistökum sem þau hleyptu þar í gegn og verða til þess að sjálfsögð og eðlileg þjónusta við okkar minnstu bræður og systur verður aflögð. 

Það er reyndar skelfilegt til þess að hugsa að vel innan við helmingurinn af þessum 160 milljónum sem þjóðaratkvæðagreiðslan á að kosta gæti komið í veg fyrir að innritunum á Sjúkrahúsið Vog fækki um 700 á þessu ári og jafnframt væri komið í veg fyrir að Göngudeild SÁÁ á Akureyri verði lokað og jafnframt væri komið í veg fyrir að draga þurfi úr margþættri þjónustu í Göngudeild SÁÁ í Reykjavík. 

Hugsið ykkur - fyrir aðeins 65 milljónir hefði ríkið staðið við samninga sem það gerði á síðasta ári við SÁÁ.  Hugsið ykkur fyrir aðeins 65 milljónir væri hægt að halda úti eðlilegri þjónustu fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra á Stór-Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri.  En nei, dýrmætur tími þingmmanna fór ekki í að búa fjárlagafrumvarpið eðlilega úr garði heldur í að moka Icesave skurðinn sem ma þau Þórunn og Sigmundur Ernir dýpkuðu í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Okkar er valdið og ábyrgðin á því að hafna þessum IceSlave samningi sem samþykktur var milli jóla og nýárs.  Hann mun kosta þjóðina allavega 1000 milljarða, viljum við bera ábyrgð á því að samþykkja samninginn án fyrirvaranna?  Ekki ég allavega. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.1.2010 kl. 01:04

2 identicon

Ágætur pistill en þér ekki líkt,mætir orða það betur að mörgu leiti er ég sammála þér. Ég er á þeirri skoðun varðandi SSÁ samningin að það er bara ekki hægt að skerða hlutinn á nokkurn hátt eins og staðan er í Samfélaginu í dag.Það er ekki vænlegt til árangurs að berja á þessum ungu foringjum í stjórnmálunum,eins og þú veist HÖRÐUR er þessi sjúkdómur ættgengur og þú sem ert með prófgráðu Ameríska átt að vita það Bandaríkjamenn voru stofnendur AAsamtakana þau komu til 'Íslands meðferðar úrræðin eru Bandarísk þó Sviar séu aðeins öðruvísi .Ég seigi það og er á þeirri skoðun að okkur í SSÁ vantar skóla því að fíknin leggst á svo ungt fólk sjá í minningargreinum.Ég hefði viljað fórna þessum hestaskálum fyrir ungt fólk sem hefur ekki hæfileikann við að seigja NEÍ .EITT vil ég seigja að lokum að ég skal labba á AUSTURVÖLL og halda tölu ef stefnan verður tekinn að eyðilggja islenska heilbrigðiskerfið það er mannréttindabrot.Ég vil Skóla.

Ásgeir Jóhann (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband