Framtíðarþing Samfylkingar - gott framtak

Sat á framtíðarþingi Samfylkingarinnar í dag og líkaði vel.  Ágætlega skipulagt og fjölmennt þing og maður fann gerjunina.  Þarna kom fólk úr öllum áttum - langflestir áttu það sameiginlegt að vera jafnaðarmenn en ekki endilega allir flokksbundnir í Samfylkingunni.  En þetta var upplífgandi dagpartur þar sem við lögðum línurnar fyrir landsfundinn.

Það sem var hnykkt á í öllum hópum um sem störfuðu undir merkjunum Ísland og umheimurinn var sú staðreynd að Samfylkingin er eina stjórnmálaaflið sem hefur stefnu í peningamálum Íslands framtíðarinnar.  Þetta kom reyndar fram í fleiri hópum. 

Annars sannfærðist ég endanlega um það í dag að við eigum að sækja um Evrópusambandsaðild hið fyrsta.  Hef verið frekar gagnrýninn fram að þessu en met það svo að kostirnir fyrir framtíðina séu mun meiri en gallarnir.

Ég er reyndar líka á því að við þurfum að endurskipuleggja utanríkisþjónustuna okkar og skoða vel hvort við getum verið meira með öðrum í stað hefðbundins sendiráðakerfis.  Þetta er eitthvað sem á að skoða vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband