Kardimommubærinn

Leikhúsin ættu kannski að íhuga það að taka til sýningar tragikomedíuna "Kardimommubærinn".  Í hin ýmsu hlutverk væri hægt að fá þekkt andlit sem kunna rulluna utanbókar þannig að æfingar þurfa ekki að taka langan tíma.  Kannski væri hlutverkalistinn eftirfarandi:

Bastían bæjarfógeti: Geir H. Haarde

Frú Bastían: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Soffía fræknka: Jóhanna Sigurðardóttir

Kasper: Sigurður Einarsson

Jesper: Björgúlfur Guðmundsson

Jónatan: Jón Ásgeir Jóhannesson

Ljónið: Davíð Oddsson

Kamilla litla: Katrín Jakobsdóttir

Tommi: Össur Skarphéðinsson

Tóbías gamli í turninum: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sívertsen sporvagnsstjóri: Kristján L. Möller

Bakarinn: Sturla Böðvarsson

Sörensen rakari: Steingrímur J. Sigfússon

Berg kaupmaður: Björgvin G. Sigurðsson

Ekki má gleyma Pylsugerðarmanninum en hann er auðvitað leikinn af Herði Torfa.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Tómasson

Svo væri hægt að fá hugmyndafræðinga sjálfstæðisflokksins til að sjá um leiktjöldin, kalla Jón Ásgeir og Björgvin Thor heim til að sjá um fjármögnun, Ólaf Ragnar í kynningarstörfin og þá er þetta orðið að sögulegri tragikómedíu

Hjalti Tómasson, 10.2.2009 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband